Góð umfjöllun í Gestgjafanum

.

Rauðvínið Cúmaro Riserva 2004 fær 4 1/2 glas í nýjasta Gestgjafanum (11. tbl. 2007) og hvítvínið Emporio Inzolia Grecanico 2006 fær 4 glös.

Góð umfjöllun það.

Cúmaro Riserva 20044 1/2 glas
Cúmaro Riserva er einnar ekru vín frá hinum virta og stórskemmtilega framleiðanda Umani Ronchi. Það er unnið úr montepulciano-þrúgunni sem oftar en ekki er talin gera gróf og óspennandi vín sem á ekki við í þessu tilfelli. Ilmurinn er opinn og margslunginn og er þar helst að finna kanil, negul, vanillu, dökkan ávöxt, eik, leður og súkkulaði. Áferðin er mild með þétt tannín og fyllingin er hrikalega mikil. Í munni má finna dökk ber, létta eik, krydd og dökkt súkkulaði. Cúmaro hlaut Riserva-viðbótina við nafnið fyrir ekki svo löngu sem þýðir að það er geymt í a.m.k. 14 mánuði á eikartunnum. Stórt, þétt og kraftmikið vín sem er í senn fágað og mjúkt. Hafið þetta með bragðmiklum ítölskum kjötréttum og verði ykkur að góðu.
Verð 2.590 kr.
Okkar álit: Vel kröftugt vín frá þrúgu sem er almennt ekki talin „eðal“ en Umani Ronchi nær framúrskarandi árangri með og úr verður fágað og flott vín.

Emporio Inzolia Grecanico 20064 glös
Hér er á ferðinni skemmtileg blanda af tveimur ítölskum þrúgum, inzolia og grecanico, sem eru upprunalega frá Sikiley og má segja að hér sé hreinræktað sikileyskt vín á ferð (þó að víngerðarmaðurinn Kym Milne sé ástralskur). Vínið er opið og ávaxtaríkt með ilm af gulum og hvítum blómum, apríkósum, ferskjum, perum, eplum og mildum kryddum. Virkilega líflegur og frískandi ilmur. Áferðin er fersk og ávaxtarík og einkennist bragðið, eins og ilmurinn, af gulum og hvítum blómum, apríkósum og ferskjum með vott af hunangi. Afar skemmtilegt og ilmríkt vín sem við skilgreindum sem evrópskt með Nýja heims-einkenni. Drekkist með sjávarréttapasta eða hráskinkusalati með melónubitum á síðustu sólardögum sumarsins (eða til minningar um frábært sumar!).
Verð 1.390 kr.
Okkar álit: Óvenjleg blanda af heimaþrúgum Sikileyjar, vel gert og yndislegt vín sem er auðvelt að para með mat.“ (- Gestgjafinn, 11. tbl. 2007) 

Í sama blaði er áhugaverð grein um pörun nokkurra sikileyskra rauðvína við kjarnmikla kjötréttinn Osso Bucco sem Gunni Palli á Vínbarnum gefur lesendum Gestgjafans (bls. 62-3). Þar er efst á blaði rauðvínið okkar Emporio 2004 og fær það 4 1/2 glas en sú einkunn miðast við hversu vel vínið passar með réttinum. Þeim finnst það smellpassa og vera „margslungið“.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, firriato, Gestgjafinn, umani ronchi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s