Hrein? Ítölsk? Ólífuolía?

Olio d’Oliva Extra Vergine. Ítölsk jómfrúarólífuolía.

Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að slík „ítölsk“ ólífuolía er oftar en ekki alls ekki ítölsk yfir höfuð.

Það er nóg að ólífurnar komi frá einhverju Evrópusambandsríkjanna, aðallega Spáni og Grikklandi, og þá má kalla hana „ítalska“.

Gæðastimpillinn „made in Italy“ fer að verða æði loðinn í þessu samhengi.

Evrópusambandið setur meira að segja ekkert út á þetta og styrkir allar ólífuolíur sem framleiddar eru undir ítölsku flaggi jafnt og greiðir fyrir hvern unnin líter. Það sem er þó ólöglegt er að flytja inn olíu frá öðrum löndum eins og þeim sem liggja hinu megin við Miðjarðarhafið í N-Afríku og reyna að svindla út styrki á hana.

Menn eru hins vegar grunaðir um slíkan innflutning til að verða sér úti um ódýra ólífuolíu og Evrópusambandsstyrkina í leiðinni.

Það er samt ekki nóg að „ítalska“ ólífuolían í súpermarkaðinum sé kannski ekki ítölsk, og hugsanlega afrísk, heldur er möguleiki að hún sé bara alls ekki úr ólífum skv. frétt í The New Yorker í ágúst stl. (lestu fréttina). Slíkt brugg er náttúrulega bannað en sýnt hefur verið fram á stórfellt svindl á Ítalíu þar sem olía úr fræjum, heslihnetum og öðrum óæðri hráefnum hefur verið smyglað í ítalskar ólífuolíustöðvar og þar blandað við ólífuolíu eða jafnvel runnið óblönduð í flöskur risaólífuolífyrirtækjanna ítölsku sem „hrein“, „ítölsk“, „ólífuolía“.

Hvað er til ráða?

Kaupa ólífuolíu frá litlum gæðaframleiðanda sem hægt er að treysta eins og frá vínframleiðendunum Caprai og Fontodi. Caprai fæst í Kokku á Laugaveginum og Fontodi fæst í Fylgifiskum á Suðurlandsbraut. Þær eru bara ekki yndislega góðar heldur hreinar, ítalskar og örugglega ólífuolíur.

Kíktu á allan matseðilinn til að sjá allt góðgætið sem við flytjum inn

Færðu inn athugasemd

Filed under ólífuolía, caprai, fontodi, fréttir, the new yorker

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s