Monthly Archives: október 2007

Framburður vínorða

Fann þessa vínorðabók hjá wine.com þar sem er ekki bara sýnt hvað orðin þýða heldur líka hvernig á að bera þau fram.

Chianti K’yahn-tee
Clos de Vougeot Klo duh Voo-zho
Pernand-Vergelesses Pair-nahng Vair-zhuh-less

Nú er bara að fá sér léttvínsglas og byrja að æfa sig.

Færðu inn athugasemd

Filed under fræðsla, orðabók

Vin santo í Vogue

Þá er það staðfest.

Vin santo (lestu meira um fyrirbærið á blogginu), hið þurrsæta hugleiðsluvín frá Toskana, er orðið hipp og kúl.

Vogue Men var nefnilega að fjalla um það.

Lestu greinina í Vogue Men

Við höfum þrjú Vin santo en ekkert þeirra fæst sem stendur í Vínbújðunum. Það má hins vegar sérpanta þau með því að senda mér línu og arnar@vinogmatur.is. Þau eru Rietine, Fontodi og Castello di Querceto — hið fyrsta þurrast, það næsta sætast og það síðast í miðjunni.

Vin santo eru einhver sjaldgæfustu vín sem fyrirfinnast. Þú heyrðir það ekki frá mér.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, fontodi, rietine

Vínkeðjan — Footbolt með hálfum Huga

.

Hugi var að enda við að blogga um The Footbolt.

Þar með kom nýr hlekkur í vínkeðjuna sem er búin að lengjast smám saman síðan hún byrjaði í febrúar á þessu ári.

Lestu hvað Huga finnst um The Footbolt 

Þetta er ansi skemmtileg færsla hjá honum og alls ekki með hálfum huga nema þá kannski þarna á 5. glasi.

Vínkeðjan hefur fæst í hendur Sigurðar Ármannssonar og verður spennandi að lesa hvað honum finnst um vínið.

Lestu hvað hinir bloggararnir höfðu að segja um The Footbolt

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Samkeppni við erlenda vínsala

Það er grein um vínsöfnun í viðskiptahluta Fréttablaðsins i morgun, Markaðnum, og rætt við nafnana Arnar og Arnar.

Undirritaður gengst við öðru þessara nafna.

Sá Arnar, víninnflytjarinn, vill meina að vínsöfnun hafi aukist til muna á Íslandi og nafni hans, vínsafnarinn,  minnist á það hvernig vínsafnarar stundi kaup á erlendum mörkuðum til að fylla í vínsöfn sín.

Það eru nefnilega kannski ekki margir sem átta sig á því að hver sem er getur keypt vín frá t.d. Bretlandi og flutt inn til eigin nota svo framarlega sem hann greiðir af því flutning, tolla og virðisaukaskatt. Slík kaup borga sig jafnan ekki nema magnið sé talsvert, t.d. heilt bretti. Þeir sem stunda þetta eru þó helst að leita að vínum sem yfir höfuð fást ekki á Íslandinu góða.

Það skýtur því skökku við, eins og nafni minn bendir á, að vínsafnarar og aðrir vínunnendur á Íslandi geti ekki keypt beint af íslenskum fyrirtækjum eins og Víni og mat en geti frjálslega gert það ef vínfyrirtækið er staðsett utan landsteinanna.

Þetta er svona svipað og að banna áfengisauglýsingar í íslenskum miðlum þótt þær streymi til landsins gegnum erlend tímarit og sjónvarpsstöðvar.

Nú er nýtt frumvarp á þingi um afnám einokunar ÁTVR á smásölu. Það eru aðeins breyttar áherslur frá því áður og verður spennandi að fylgjast með hvort það fáist samþykkt í þetta sinn. Meira um það síðar.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttablaðið, vangaveltur

Er Montevetrano besta vín Ítalíu?

Nei nei, við skulum aðeins slaka á.

Montevetrano er ekkert besta vín Ítalíu heldur vill bara svo til að allir 5 helstu víngagnrýnendur Ítalíu völdi vínið meðal þeirra bestu í nýútkomnum vínbiblíum sem þeir gefa út árlega. Það er Montevetrano 2005. Lestu fréttina á winenews.it

En vínin sem allir fimm voru sammála um að væru best eru bara 6.

Og — um Montevetrano 2004 voru þeir sammála um í fyrra að væri meðal bestu vína landsins en þá var aðeins eitt annað vín sem þeir sameinuðust jafnframt um. Lestu bloggið

Tvö í fyrra, 6 núna. Aðeins Montevetrano var í þessum flokki gæðinga bæði árin.

En besta vín Ítalíu?

Allavegana, 36 flöskugrey af 2005 árganginum eru á leið til landsins og koma eftir 2 vikur.

En meira af gagnrýni.

Hver ítölsku gagnrýnandanna gefur mis mörgum vínum hæstu einkunn og er tala hvers þeirra fyrir aftan nafn viðkomandi útgáfu og fyrir neðan má finna nöfn vína okkar framleiðenda sem þeir kjósa á toppinn.

Mér finnst La Spinetta t.d. vera að koma ansi sterkt út úr þessu.

Gambero Rosso (Slow Food) – 305 vín

La Spinetta Barbaresco Starderi 2004
La Spinetta Barbaresco Gallina 2004
La Spinetta Barbaresco Valeirano 2004
Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 2003
San Michele Appiano Passito Comtess 2005
San Michele Appiano St. Valentin Sauvignon Blanc 2006
Rietine Chianti Classico Riserva 2004
Umani Ronchi Plenio Riserva 2004
Falesco Montiano 2005
Arnaldo Caprai 25 Anni Sagrantino di Montefalco 2004
Montevetrano 2005
Firriato Quater Rosso 2005

AIS (ítalska vínþjónasambandið) – 309 vín

La Spinetta Barbaresco Gallina 2004
La Spinetta Barbaresco Valeirano 2004
La Spinetta Barbera d’Asti Bionzo 2005
La Spinetta Barolo Riserva Campe 2001
San Michele Appiano St. Valentin Pinot Nero 2004
San Michele Appiano St. Valentin Sauvignon Blanc 2006
Dal Forno Romano Armone della Valpolicella 2002
Dal Forno Romano Valpolicella Superiore 2003
Dal Forno Romano Vigne Seré 2003
Fontodi Flaccianello 2004
Umani Ronchi Pelago 2004
Umani Ronchi Maximo 2004
Falesco Marciliano 2005
Arnaldo Caprai 25 Anni Sagrantino di Montefalco 2004
Montevetrano 2005
Firriato Camelot 2005

Luca Maroni – 853 vín

Falesco Marciliano 2005
Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 2003
Foradori Teroldego Rotaliano 2005
La Spinetta Barolo Campe 2003
San Michele Appiano St. Valentin Sauvignon Blanc 2006
Montevetrano 2005
Arnaldo Caprai 25 Anni Sagrantino di Montefalco 2004
Umani Ronchi Cumaro 2004

Veronelli – 499 vín

La Spinetta Barbaresco Starderi 2004
La Spinetta Barbaresco Gallina 2004
La Spinetta Barbaresco Valeirano 2004
La Spinetta Barolo Riserva Campe 2001
La Spinetta Barolo Campe 2003
La Spinetta Monferrato Rosso PIN 2005
San Michele Appiano St. Valentin Lagrein 2004
Dal Forno Romano Armone della Valpolicella 2002
Dal Forno Romano Valpolicella Superiore 2003
Dal Forno Romano Vigne Seré 2003
Fontodi Flaccianello 2004
Arnaldo Caprai 25 Anni Sagrantino di Montefalco 2004
Arnaldo Caprai Montefalco Passito 2004
Falesco Marciliano 2005
Falesco Montiano 2005
Falesco Pesano 2006
Falesco Passiró 2005
Montevetrano 2005

Espresso – 159 vín

La Spinetta Monferrato Rosso PIN 2005
Dal Forno Romano Amarone della Valpolicella 2002
Dal Forno Romano Vigna Seré 2003
Montevetrano 2005

Dal Forno Romano er ekki enn kominn til landsins en við köllum hann hér með okkar þar sem að við flytjum vínin hans inn næsta vor.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, gambero rosso, la spinetta, montevetrano

Vínín okkar standa fyrir sínu í Mogganum

.

Það var stórfín umfjöllun um okkar vín í Morgunblaðinu síðasta föstudag.

„Vín sem standa fyrir sínu“ er yfirskrift greinarinnar og fjallar Steingrímur eingöngu um okkar vín að þessu sinni.

Eftirtalin vín standa fyrir sínu.

d’Arenberg The Laughing Magpie 200592 stig
d’Arenberg The Footbolt 200490 stig
Umani Ronchi Casal di Serra 200690 stig
San Michele Appiano Riesling Montiggl 200688 stig
San Michele Appiano Pinot Nero 2004 87 stig

Við erum ánægð, eins og alltaf.

    „Það er margt sem skiptir máli við víngerð og sama vínið getur verið mjög ólíkt á milli ára. Það er því ávallt forvitnilegt að sjá hvernig nýr árgangur plumar sig. Heldur vínið sínu, veldur það vonbrigðum eða nær nýr árgangur að toppa fyrri árgang. Að þessu sinni skoðu við nokkur vín frá Ástralíu og Ítalíu sem sum hver hafa verið til umfjöllunar áður en koma nú fílefld til leiks á ný með nýjum árgangi
     St. Michael-Eppan Riesling Montiggl 2006 er hvítvín frá Alto-Adige eða Suður-Týról á Norður-Ítalíu. Þurrt og frekar þungt með sítruslímónu og greipaldin – ásamt þurrum heybagga og steinefnum. Mikil fylling og þykkt með langan endi. Matarvín, ekki spurning, með t.d. laxi eða bleikju ásamt nýjum íslenskum kartöflum, smjöri og kannski smá steinselju ætti þetta að smella vel. 2.160 krónur. 88/100
     Frá sama framleiðanda kemur rauðvín úr þrúgunni Pinot Noir. St. Michael Eppan Pinot Nero 2004. Farið að sýna þroska, rauð skógarber og mild angan af kryddum á borð við negul og kanil. Svolítið haustlegt, jafnvel Búrgundarlegt, tannín hafa enn smá bit. 1.980 krónur. 87/100
     Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 2006 er góðkunningi síðunnar og ég er ekki frá því að þessi nýi árgangur sé einn sá besti sem hingað hefur ratað. Ferskur, skarpur og ágengur ávöxtur, ferskjur, ástaraldin og gul epli í nefi, í munni þétt, samþjappað og mikið með möndlukeim í bland við ávöxtinn ásamt votti af eik í fjarska. Þetta er vín sem nær því að vera jafnt aðgengilegt fyrir alla, sem nægilega flókið og fínlegt fyrir þá sem vilja „alvöru“ vín. Eitt og sér, með grilluðum fiski eða jafnvel ostum. Heldur leikandi stöðu sinni sem eitt af bestu hvítvínskaupunum í vínbúðunum. 1.590 krónur. 90/100
     Einnig eru komnir nýir árgangar af hinum frábæru rauðvínum ástralska framleiðandans D’Arenberg: Footbolt og Laughing Magpie. D’Arenberg var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar í McLaren Vale, einu besta víngerðarsvæði Ástralíu, rétt utan við borgina Adelaide í Suður-Ástralíu. Vín þessa litla fjölskyldufyrirtækis hafa allt frá 1959 verið auðþekkjanleg á rauðu strikinu sem dregið er skáhallt niður flösikumiðann. Hér á landi höfum við getað notið þeirra í rúm tvö ár eða svo.
     D’Arenberg The Footbolt Shiraz 2005 [reyndar 2004] er berjamikill og þykkur Shiraz, fantavel gerður. Þarna eru dökkir og þroskaðir ávextir, sultaðar plómur en einnig krydd og dökkt súkkulaði í nefi. Í mnunni feitt og langt með þroskuðum og mjúkum tannínum. Vín sem fellur vel að íslensku lambakjöti. 1.790 krónur. 90/100
     D’Arenberg The Laughinhg Magpie Shiraz-Viognier 2005 er Ástrali fyrir vínunnendur með evrópskan smekk. Þrúgublandan er í stíl frönsku Cote Rotie-vínanna, þ.e. örlitlu magni af hinni hvítu og arómatísku þrúgu Viognier er blandað saman við Syrah/Shiraz. Dökk ber, bláber og kirsuber í bland við fjólur, lakkrís og vanillu úr eikinni. Vín með mikinn og heillandi karakter, langt frá staðalímynd ástralskra shiraz-vína sem allt of mörg vín á markaðnum hér keppast við að byggja upp. 2.100 krónur. 92/100 “ (Morgunblaðið 5.10.2007)
     

     

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, d'arenberg, dómar, morgunblaðið, umani ronchi

Lucien Le Moine í pressunni

Við fengum skammt af Lucien Le Moine í vor. Það var 2004 árgangur og eigum við svolítið eftir.

2005 árgangurinn kemur eftir svona mánuð og er hann skorinn við nögl enda eftirspurnin eftir þeim árgangi svo langt umfram framboð að ég tel okkur heppin að fá eitthvað yfir höfuð.

Nú eru 4 vikur þar til ég hitti Mounir, eiganda Lucien Le Moine, á heimili hans í Búrgúnd og ætli ég freist þess ekki í síðasta sinn að fá meira af 2005 vínum. Er samt ekki vongóður en þó vonbetri um að auka eitthvað við skammtinn þegar 2006 kemur á markaðinn.

Lucien Le Moine vínin eru að gera það svo gott hjá gagnrýnendum að það hálfa væri nóg. Í júní fengu t.d. 2005 rauðvínin stórkostlega útkomu hjá Robert Parker útgáfunni (skoðaðu dómana) og 2005 hvítvínin fengu mjög góða dóma hjá Burghound í sumar (skoðaðu dómana) og 2005 rauðvínin líka (skoðaðu dómana).

Einkunnir Stephan Tanzers um 2006 árganginn af hvítvínum Lucien Le Moine eru ekki síðri og bíð ég því líka spenntur eftir að fá 2006 skammtinn (haust 2008), ekkert síður en 2005 skammtinn góða sem senn leggur af stað frá Búrgúnd.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, dómar, frakkland, lucien le moine