Lucien Le Moine í pressunni

Við fengum skammt af Lucien Le Moine í vor. Það var 2004 árgangur og eigum við svolítið eftir.

2005 árgangurinn kemur eftir svona mánuð og er hann skorinn við nögl enda eftirspurnin eftir þeim árgangi svo langt umfram framboð að ég tel okkur heppin að fá eitthvað yfir höfuð.

Nú eru 4 vikur þar til ég hitti Mounir, eiganda Lucien Le Moine, á heimili hans í Búrgúnd og ætli ég freist þess ekki í síðasta sinn að fá meira af 2005 vínum. Er samt ekki vongóður en þó vonbetri um að auka eitthvað við skammtinn þegar 2006 kemur á markaðinn.

Lucien Le Moine vínin eru að gera það svo gott hjá gagnrýnendum að það hálfa væri nóg. Í júní fengu t.d. 2005 rauðvínin stórkostlega útkomu hjá Robert Parker útgáfunni (skoðaðu dómana) og 2005 hvítvínin fengu mjög góða dóma hjá Burghound í sumar (skoðaðu dómana) og 2005 rauðvínin líka (skoðaðu dómana).

Einkunnir Stephan Tanzers um 2006 árganginn af hvítvínum Lucien Le Moine eru ekki síðri og bíð ég því líka spenntur eftir að fá 2006 skammtinn (haust 2008), ekkert síður en 2005 skammtinn góða sem senn leggur af stað frá Búrgúnd.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, dómar, frakkland, lucien le moine

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s