Vínín okkar standa fyrir sínu í Mogganum

.

Það var stórfín umfjöllun um okkar vín í Morgunblaðinu síðasta föstudag.

„Vín sem standa fyrir sínu“ er yfirskrift greinarinnar og fjallar Steingrímur eingöngu um okkar vín að þessu sinni.

Eftirtalin vín standa fyrir sínu.

d’Arenberg The Laughing Magpie 200592 stig
d’Arenberg The Footbolt 200490 stig
Umani Ronchi Casal di Serra 200690 stig
San Michele Appiano Riesling Montiggl 200688 stig
San Michele Appiano Pinot Nero 2004 87 stig

Við erum ánægð, eins og alltaf.

    „Það er margt sem skiptir máli við víngerð og sama vínið getur verið mjög ólíkt á milli ára. Það er því ávallt forvitnilegt að sjá hvernig nýr árgangur plumar sig. Heldur vínið sínu, veldur það vonbrigðum eða nær nýr árgangur að toppa fyrri árgang. Að þessu sinni skoðu við nokkur vín frá Ástralíu og Ítalíu sem sum hver hafa verið til umfjöllunar áður en koma nú fílefld til leiks á ný með nýjum árgangi
     St. Michael-Eppan Riesling Montiggl 2006 er hvítvín frá Alto-Adige eða Suður-Týról á Norður-Ítalíu. Þurrt og frekar þungt með sítruslímónu og greipaldin – ásamt þurrum heybagga og steinefnum. Mikil fylling og þykkt með langan endi. Matarvín, ekki spurning, með t.d. laxi eða bleikju ásamt nýjum íslenskum kartöflum, smjöri og kannski smá steinselju ætti þetta að smella vel. 2.160 krónur. 88/100
     Frá sama framleiðanda kemur rauðvín úr þrúgunni Pinot Noir. St. Michael Eppan Pinot Nero 2004. Farið að sýna þroska, rauð skógarber og mild angan af kryddum á borð við negul og kanil. Svolítið haustlegt, jafnvel Búrgundarlegt, tannín hafa enn smá bit. 1.980 krónur. 87/100
     Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 2006 er góðkunningi síðunnar og ég er ekki frá því að þessi nýi árgangur sé einn sá besti sem hingað hefur ratað. Ferskur, skarpur og ágengur ávöxtur, ferskjur, ástaraldin og gul epli í nefi, í munni þétt, samþjappað og mikið með möndlukeim í bland við ávöxtinn ásamt votti af eik í fjarska. Þetta er vín sem nær því að vera jafnt aðgengilegt fyrir alla, sem nægilega flókið og fínlegt fyrir þá sem vilja „alvöru“ vín. Eitt og sér, með grilluðum fiski eða jafnvel ostum. Heldur leikandi stöðu sinni sem eitt af bestu hvítvínskaupunum í vínbúðunum. 1.590 krónur. 90/100
     Einnig eru komnir nýir árgangar af hinum frábæru rauðvínum ástralska framleiðandans D’Arenberg: Footbolt og Laughing Magpie. D’Arenberg var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar í McLaren Vale, einu besta víngerðarsvæði Ástralíu, rétt utan við borgina Adelaide í Suður-Ástralíu. Vín þessa litla fjölskyldufyrirtækis hafa allt frá 1959 verið auðþekkjanleg á rauðu strikinu sem dregið er skáhallt niður flösikumiðann. Hér á landi höfum við getað notið þeirra í rúm tvö ár eða svo.
     D’Arenberg The Footbolt Shiraz 2005 [reyndar 2004] er berjamikill og þykkur Shiraz, fantavel gerður. Þarna eru dökkir og þroskaðir ávextir, sultaðar plómur en einnig krydd og dökkt súkkulaði í nefi. Í mnunni feitt og langt með þroskuðum og mjúkum tannínum. Vín sem fellur vel að íslensku lambakjöti. 1.790 krónur. 90/100
     D’Arenberg The Laughinhg Magpie Shiraz-Viognier 2005 er Ástrali fyrir vínunnendur með evrópskan smekk. Þrúgublandan er í stíl frönsku Cote Rotie-vínanna, þ.e. örlitlu magni af hinni hvítu og arómatísku þrúgu Viognier er blandað saman við Syrah/Shiraz. Dökk ber, bláber og kirsuber í bland við fjólur, lakkrís og vanillu úr eikinni. Vín með mikinn og heillandi karakter, langt frá staðalímynd ástralskra shiraz-vína sem allt of mörg vín á markaðnum hér keppast við að byggja upp. 2.100 krónur. 92/100 “ (Morgunblaðið 5.10.2007)
     

     

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, d'arenberg, dómar, morgunblaðið, umani ronchi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s