Samkeppni við erlenda vínsala

Það er grein um vínsöfnun í viðskiptahluta Fréttablaðsins i morgun, Markaðnum, og rætt við nafnana Arnar og Arnar.

Undirritaður gengst við öðru þessara nafna.

Sá Arnar, víninnflytjarinn, vill meina að vínsöfnun hafi aukist til muna á Íslandi og nafni hans, vínsafnarinn,  minnist á það hvernig vínsafnarar stundi kaup á erlendum mörkuðum til að fylla í vínsöfn sín.

Það eru nefnilega kannski ekki margir sem átta sig á því að hver sem er getur keypt vín frá t.d. Bretlandi og flutt inn til eigin nota svo framarlega sem hann greiðir af því flutning, tolla og virðisaukaskatt. Slík kaup borga sig jafnan ekki nema magnið sé talsvert, t.d. heilt bretti. Þeir sem stunda þetta eru þó helst að leita að vínum sem yfir höfuð fást ekki á Íslandinu góða.

Það skýtur því skökku við, eins og nafni minn bendir á, að vínsafnarar og aðrir vínunnendur á Íslandi geti ekki keypt beint af íslenskum fyrirtækjum eins og Víni og mat en geti frjálslega gert það ef vínfyrirtækið er staðsett utan landsteinanna.

Þetta er svona svipað og að banna áfengisauglýsingar í íslenskum miðlum þótt þær streymi til landsins gegnum erlend tímarit og sjónvarpsstöðvar.

Nú er nýtt frumvarp á þingi um afnám einokunar ÁTVR á smásölu. Það eru aðeins breyttar áherslur frá því áður og verður spennandi að fylgjast með hvort það fáist samþykkt í þetta sinn. Meira um það síðar.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttablaðið, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s