Frakklandsferð — Týndur í París (næstum)

.

29.10.2007

Aldís fékk flensu og fluginu seinkaði um 6 tíma þar til Bryndís kom og bjargaði málunum og skilaði okkur á París Charles de Gaulle 18.00. Þá var náð í Hertz bílinn og skundað út í myrkrið og rigninguna. Of seinn, lélegt skyggni og hraðbrautarflækja Parísar ekki til að einfalda málin. Þá var bara að draga djúpt andann og treysta á örlögin.

Allt er gott sem endar vel.

Christian Moreau beið eftir mér á hótelinu í Chablis. Við ætluðum fyrst að hittast 17.00, svo 20.00 og síðan hringdi ég klökkur til að gera honum grein fyrir því að ég næði aldrei fyrr en 21.30. Við ætluðum nefnilega að borða saman – skilurðu? Hann reyndist hins vegar hinn rólegasti. Ég henti töskum upp á herbergi og kastaðist aftur niður í lobbí á mettíma en svo heppilega vildi til að veitingastaður kvöldsins var einmitt á hótelinu. Hótel Hostellierie des Clos er dæmigert sveitahótel og kostar ekki mikið en fyrirtak, það litla sem ég sá af því, og Michelin veitingastaðurinn var mjög notalegur, óþvingaður en elegant.

Christian er hress karl, kominn langleiðina að sjötugu myndi ég giska, og talar góða ensku. Hann sagði mér frá sögu fyrirtækisins, hvernig fjölskylda hans væri aftur búin að ná stjórn á vínekrum sínum eftir að hafa leigt þær stóru fyrirtæki (sem kallaðist einfaldlega Moreau en tilheyrði utanaðkomandi risafyrirtæki) og hefði síðan 2002 framleitt vín undir eigin merki, Domaine Christian Moreau Pere et Fils. Faðir og sonur (sjá mynd).

Við supum á Chablis vínum hans, spjölluðum og snörluðum okkar á dásamlegum mat — hiklaust þeim besta sem ég fékk í þessari ferð, m.a. fois gras, humar og ekki síðri ferskum hörpuskelfiski (hrár sýndist mér) með nýtíndum Búrgúndar-trufflum. Trufflað!

Christian gerði mér grein fyrir því að nú væru vín hans seld til um 30 landa (fyrirtækið flytur nánast 100% framleiðslunnar út fyrir Frakkland sem er sjaldgæft) og hefði Ísland verið númer 28 í röðinni, og að nú væri bókinni lokað þar sem ekki væri til meira vín fyrir fleiri. Aumingja Eistar.

En við rétt sluppum — guði sé lof.

Jæja, þá var kúrt sig og dreymt um vínlendur morgundagsins.

Smelltu til að skoða allar myndirnar úr ferðinni á flickr.com 

Auglýsingar

3 athugasemdir

Filed under búrgúnd, christian moreau, ferðalög, frakkland, hótel, veitingastaðir

3 responses to “Frakklandsferð — Týndur í París (næstum)

  1. hildigunnur

    Skemmtilegt. :)

    En til að besserwisserast aðeins þá er Swahili ekki land heldur tungumál :P

  2. Auðvitað. Set Eista í staðinn.

  3. hildigunnur

    ahm, mun betra :D

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s