Heimsókn frá Arnaldo Caprai tókst vel

.

Roberta og Gabriele fóru á laugardaginn eftir vel heppnaða heimsókn. Við Roberta kíktum á nokkra staði til að kynna vínin frá Arnaldo Caprai, héldum námskeið í samstarfi við Vínskólann og Gabriele sá síðan um að elda rétti frá Úmbría héraðinu handa gestum La Primavera.

Bestu þakkir til Dominique hjá Vínskólanum, Leifs, Jónínu og allra á La Primavera fyrir hjálpina og að sjálfsögðu Robertu og Gabriele.

Robertu fannst Ísland svona ansi fínt að hún ætlar að koma hingað aftur í frí. Fóru m.a. í Bláa Lónið þar sem hún náði sér í íslenskt kvef. Hún kvartaði helst undan því að hafa átt stundum erfitt með að finna góðanu kaffibolla og velti því fyrir sér ef Íslendingar væru svona ríkir í hvað eyddu þeir þá eiginlega peningunum – húsin voru amk. ekki beinlínis neinar hallir.

O jæja.

Fimmtudagskvöldið á La Primavera var sérstaklega skemmtilegt. Gabriele eldaði mat að hætti Úmbría-búa sem hófst á eggjahræru með trufflusveppum. Sveppirnir voru týndir vikunni áður í Úmbría og fluttir inn með DHL af þessu tilefni. Með þessum drukkum við Grecante hvítvínið frá Caprai. Þá var borin fram linsubaunasúpa en Castelluccio linsubaunirnar eru úr héraðinu sömuleiðis og þekktar sem bestu linsubaunir í bransanum ásamt einu svæði í Frakklandi. Í súpunni var svolítið af svínapylsu til að bæta bragð. Linsubaunasúpan var ferlega góð og drukkum við Montefalco rauðvínið með henni. Þar á eftir kom stringozzi pastað og var hráefnið í þann rétt nánast að öllu leyti innflutt, t.d. var pastað lagað á veitingastaðnum hans Gabriele og sent með hraðpósti. Uppskriftin er svolítið óvanaleg því á móti 1kg af hveiti fara 9 eggjahvítur og 1 eggjarauða. Rétturinn minnir svolítið á amatriciana pasta sem er í uppáhaldi hjá mér og var ég ekki svikinn af þessum bragðmikla og gómsæta rétti. Við drukkum með Collepiano sem sýndi að þetta mikla vín þarf ekki bara stórsteikur og villibráð heldur smellur ljómandi vel við góðan pastarétt. Í lokin var lamb með þistilhjarta og hafði lambið verið soðið í hvítvíni m.a. og var einstaklega bragðmikið. Gabriele hafði áhyggjur af því að það væri ofsoðið því íslenska lambið hefur aðra eiginleika en það ítalska en okkar fannst rétturinn við hæfi, vetrarlegur og kjarnríkur og nutum hans með glasi af 25 Anni sem ég hafði kippt með mér, 2000 árgangi.

Við erum strax farin að tala um aðra heimsókn frá Arnaldo Caprai, kannski að ári liðnu eða svo, og væri ekki verra ef karlinn sjálfur, Marco Caprai, væri með í för því metnaðarfyllri og dýnamískrari vínframleiðanda er erfitt að finna á Ítalíu.

Smelltu hér til að sjá myndir frá heimsókninni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, la primavera, matur, námskeið, vínskólinn, vínsmökkun, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s