Vín vikunnar í 24 stundum – The Stump Jump hvítt

.

The Stump Jump hvítvínið seldist upp fyrir nokkrum vikum.

Það er nú komið aftur í hillur Vínbúðanna í Kringlunni og Heiðrúnu.

Vínið var valið Vín vikunnar á dögunum í dagblaðinu 24 stundir þar sem hún Alba, vínþjónninn góði á VOX, fjallaði um vínið á jákvæðum nótum.

Vín vikunnar
D’Arenberg The Stump Jump White ’05
Frískur ilmur af grænum eplum, mintu og sítrónuberki ásamt þurru fíngeruð bragði af kryddi, greip og ferskjum skapar aðlaðandi heild í flottu jafnvægi við netta sýru. Óhefðbundið vín sem hefur notið mikilla vinsælda frá því að það kom fyrst á markað. Best að drekka ungt og smellpassar við létta fiskrétti, salöt og skelfisk. Óeikaður Ástrali úr sígildum þrúgum þar sem blöndunni er breytt frá ári til árs. Nafn vínsins er dregið af gamalli ástralskri uppfinningu, Stump Jump-plógnum.
Þrúgur: 63% Riesling / 20% Sauvignon Blanc / 10% Marsanne / 7% Rousanne.
Land: Ástralía
Hérað: South Astralia – McLaren Vale
1.490 kr. „. (Alba, 24 stundir)

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under d'arenberg, dómar

2 responses to “Vín vikunnar í 24 stundum – The Stump Jump hvítt

  1. Þessar matarsíður á laugardögum eru hreint frábærar í 24 stundum og virkilega gaman að lesa um hvað Alba segir um vínin. Sýnir líka hvað maður er stutt kominn á vínbrautinni þegar maður les um lykt og brögð sem hún finnur í víninum.

    Þarna eru þar fyrir utan mjög fínar mataruppskriftir og Alba mælir svo með vínum með réttunum. Það eina sem ég get fundið að er að það hefur oft vilja gleymast að setja inn verðið á vínunum, sérstaklega á þeim sem eru með matnum.

    Ég fer stundum á netið eftir helgarnar og opna blaðið í pdf formi og afrita það sem mig langar að geyma. (http://www.mbl.is/bladidnet/2008-08/2008-08-09.pdf)

  2. Það er gaman að fylgjast með Ölbu smakka „live“ því hún er með mikinn orðaforða og lýsir vínum vel. Ég skila til hennar ábendingu með verðin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s