Ítalskir kraftaboltar í Morgunblaðinu

.

Ítölsk vín eru í fyrirúmi í grein Steingríms í Morgunblaðinu í dag.

„Kraftaboltar“, nánar tiltekið.

Kannski á hann þó ekki við hvítvínið Vernaccia di San Gimignano 2006 sem verður seint talið meðal kraftabolta og líklegast heldur ekki freyðivínið Francois 1er sem bæði eru frá Castello di Querceto. Heldur er um að ræða enn eitt vínið frá framleiðandanum sem fjallað er um í þessari grein, Chianti Classico Riserva 2003, og sömuleiðis Chianti Classico 2005 frá Fontodi sem eru all vel vaxin vín — kröftug. Ánægðastur, af okkar vínum, er hann með Riservuna og gefur henni 92 stig sem er hörkufín einkunn.

     „Querceto Vernaccia di San Gimignano 2006 er athyglisvert hvítvín frá Toskana. Querceto er þekktast fyrir hin dásamlegu Chianti-vín sín (ekki síst Casetello-vínin) en hér er á ferðinni einfalt, þurrt og þægilegt hvítvín. Peruávöxtur og hvít blóm í einfaldri, nokkuð sýruríkri uppbyggingu. 1.390 krónur. 84/100
     Og fyrst minnst er á Castello-vínið er full ástæða til að kíkja á Riserva-útgáfuna af því: Castello di Querceto Riserva 2003. Flottur, karaktermikill og nær fullþroskaður Chianti Classico í hæsta gæðaflokki. hann er töluvert eikaður og reykur og sviðinn viður renna saman við þurran ávöxtinn, svört og rauð ber. Vínið er tannískt, þykkt og langt, og hefur þessa „aukavídd“ sem bestu Chianti-vínin hafa stundum, þótt árgangurinn sé ekki sá mesti. 2.350 krónur. 92/100
     Það er líka framleitt freyðivín í Querceto-kastala. Francoi 1er Brut er framleitt með kampavínsaðferðinni og slagar hátt í kampavín að gæðum. Það er ávaxtaríkt með geri og nýbökuðu brauðu í nefi. Freyðir vel og þægilega. 1.990 krónur. 88/100 
     Fontodi Chianti Classico 2005 opnar stíft, þurrt og tannískt með dökkum kirsuberjaávexti. Það opnar sig með svörtum trufflum, kaffi, púðursykri og kryddi, fantagott og drykkjarhæft nú þegar en ætti að ná hámarki eftir þrjú ár eða svo. 90/100“ (Mbl. Steingímur, 7.12.2007)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, dómar, fontodi, morgunblaðið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s