Caprai og Moreau eru flottir í Gestgjafanum og Morgunblaðinu

.

Fjallað er um Collepiano 2004 frá Arnaldo Caprai í nýjasta Gestgjafanum og líka í Morgunblaðinu sem kom út í gær.

Við eigum líka hvítvín í báðum þessum Útgáfum og bæði Chablis vín frá Domaine Christian Moreau, 1er Cru Vaillon 2006 í Morgunblaðinu og Grand Gru Les Clos 2004 í Gestgjafanum.

Í Gestgjafanum fá bæði vínin 4 1/2 glas. Í Morgunblaðinu fá þau 91 og 90 stig. Í báðum tilfellum er verið að fjalla sérstaklega um hátíðarvín.

Fínir dómar það.

Ég er að hugsa um að hafa vín frá þessum tveimur framleiðendum á borðum yfir hátíðarnar en er ekki viss. Get ekki ákveðið mig ennþá og veit reyndar ekki alveg hvaða skeppnu verður slátrað til að prýða hátíðarmatseðilinn. Fyrir utan hreyndýr sem ég fékk frá skotglöðum félaga.

Þetta segir Gestgjafinn:

Christian Moreau Grand Cru Les Clos 2004 4 1/2 glas
Lokað í upphafi, opnast á blóm, sítrus, steinefni og epli. Brakandi og margslunginn ilmur, frábært jafnvægi, kraftmikið í munni. Mikill karakter og afskaplega góð lengd. Drekkið með humri eða ostrum. Nammi namm.
Okkar álit: Ungt en frábært Chablis. Kraftmikið en fágað, þyrfti jafnvel að umhella.

Collepiano 2004 – 4 1/2 glas
Þétt og mikið vín með ákveðinn elegans. Margslungið bæði í nefi og munni með fjólum, kryddi, þroskuðum ávexti og möndlum. Kröftugt en gott tannín með frábæra lengd. Kallar á góðan og bragðmikinn mat eins og dádýr eða hreindýr. 4.300 kr.
Okkar álit: Frábært vín með góðan kraft. Best milli 2009 og 2014 en má umhella til að flýta fyrir. “ (- Gestgjafinn 15. tbl. 2007)

þetta segir Morgunblaðið:

Collepiano 2004 er rauðvín frá Úmbría úr heimaþrúgunni Sagrantino di Montefalco frá besta framleiðanda héraðsins, Arnaldo-Caprai. Þurrt birki, vanillusykur og áfengislegin svört kirsuber. Langur, þurr og tannískur endir Opnar sig með mat en mun batna næstu fimm árin það minnsta. Mjög athyglisverður Ítali. 4.300 krónur. 91/100

Domaine Christian Moreau Chablis 1er Cru Vaillon 2006 er klassískur og fágaður Chablis. Þurr og sýrumikill, steinefni og hnetur í nefi, þykkur sítrus í munni með löngum endi. Vín fyrir t.d. humarsúpuna. 2.890 krónur. 90/100“ (- Morgunblaðið, 15.12.2007)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, christian moreau, dómar, Gestgjafinn, morgunblaðið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s