Frakklandsferð – 20 stykki Lucien Le Moine og eitt stykki Romanée Conti

.

31.10.2007

Reis upp á þriðja degi.

Morgunmatur.

Stephan Brocard kom að sækja mig kl. 10.00. Hann er af Brocard fjölskyldunni sem framleiðir vín í Chablis en hefur ákveðið að fara eigin leiðir og stofna negociant fyrirtæki í Búrgúnd. Engin 1er Cru eða Grand Cru ennþá en mjög góð vín af lægri stigum og nokkuð góð kaup. Stephan er ungur og metnaðarfullur og af vínunum sem við smökkuðum að dæma er hann greinilega hæfileikaríkur. Breytir engu þótt hann eigi ekki vínekrurnar sjálfur því það er sterk hefð fyrir því í Búrgúnd að kaupa þrúgur af bændum sem ræktaðar hafa verið eftir tilmælum þess er kaupir (svokallaður negociant business) og stígur Stephan sterkur inn í þessa hefð. Kannski með smá forskot enda með reynslu úr fjölskyldufyrirtækinu. Enduðum á nýjum fúsjón/vínbar í Beaune og Stephan fræddi mig betur um stefnu sína í víngerð sem er mjög í takt við aðra metnaðarfulla framleiðendur sem ég hitti í þessari ferð.

Gott mál.

Síðla dags mælti ég mér mót við sjálfan Mounir, eiganda Lucien Le Moine. Víngerð hans er óvenjuleg. Hann er ekki staðsettur í einhverju þorpanna eins og flestir framleiðendur heldur í miðri Beaune. Lucien Le Moine er negociant fyrirtæki eins og fyrirtæki Brocards. Mounir kaupir tunnurnar fullar af víni af völdum framleiðendum en elur þær síðan sjálfur og setur á flöskur. Magnið er lítið, ein tunna eða tvær af hverri sort og er það í raun smæðin sem hefur gert Mounir kleyft að kaupa yfir höfuð vín af helstu vínekrum svæðisins – og það eingöngu 1er og Grand Cru.

Takk fyrir.

Í einni tunnu eru um 300 vínflöskur sem er ekki mikið fyrir eina tegund af víni. Og Mounir gerir 52 tegundir héðan og þaðan af Cote d’Or svæðinu, allar í svona litlum magni fyrir utan Bourgogne rautt og Bourgogne hvítt sem hann framleiðir aðeins meira af en þau tvö vín eru mun betri en óbreytt „bourgogne“ eru almennt því megnið sem fer í þessi vín er raun village og 1er cru.

Þá hófst hin ógleymanlega vínsmökkun.

Mounir leiddi mig í gegnum hverja tunnuna af fætur annarri, allt frá Chassagne Montrachet Les Grandes Ruchottes til Corton Charlemange og frá Pommard Les Grands Epenots til Richebourg. Allt saman 2006 árgangur. Tók ekki nema um hálftíma að snarast í gegnum 20 vín með tilheyrandi, lifandi lýsingum Mounirs sem voru ýmist „dýrslegt“, „kvenlegt“ og allt þar á milli og tilheyrandi misgáfulegum kommentum og hummi frá bloggaraanum sem aldrei hefur fengið eins ítarlega og skemmtilega yfirferð á eins mörgum, góðum vínum – fyrr eða síðar.

Og hananú.

Það sem gerði þessa vínsmökkun enn áhugaverðari er að ég vissi ekki hvar ég hafði vínin frá Lucien Le Moine fullkomnlega þótt tilfinning og fyrri smakkanir lofuðu góðu. Hann hefur verið að fá frábæra dóma í pressunni, ekki síst þeirri bandarísku en líka þeirri bresku þótt einn krítíker hafði lýst frati á hann og það enginn annar en Búrgúndarsérfræðingurinn Clive Coates (sem, merkilegt nokk, lýsir tvo aðra framleiðendur – Grivot og Moreau – sem við flytjum líka inn, sem tvo af 10 bestu í héraðinu). Clive hefr örugglega ekki kíkt á nýjstu árganga Lucien le Moine. Hér eru engir eikaðir kraftaboltar á ferðinni eða nútímaleg tískuvín heldur einstaklega fáguð og týpísk vín eins og þau sem bloggarinn sækist eftir frá hinu eina og sanna Búrgúndarhéraði. Mounir lýsti sjálfur yfir ánægju með 2006 árganginn því hann er aðgengilegur ungur en er jafnframt til geymslu sem að hans mati eru fýsilegri árgangar heldur en þeir sem vilja láta bíða, og bíða eftir sér.

Mounir á skemmtilegan feril að baki. Starfaði hjá munkum í Beaune við vínrækt áður en hann stofnaði fyrirtækið og notfærði sér síðan þau góðu sambönd til þess að vingast við og kaupa vín, til eigin framleiðslu, af framleiðendum í héraðinu. Hann aðhyllist náttúrulega víngerð, þyngdarlögmálsvíngerð, í raun gerir vínin eins og þau voru gerð fyrir 50 árum. Hann vill enga öfga á neinu sviði, uppskeran er t.d. ekki öfga-lág heldur í kringum 40hl per hektara. Eikartunnur eru sérsmíðaðar og framleiddar í eikarlundi sem hann á sjálfur.

Kvöldmatur.

Ég var svo upprifinn af þessari reynslu hjá Lucien Le Moine að ég ákvað að hálda áfram á sömu braut á einhverju af betri veitingahúsum Beaune og fyrir valinu varð Bernard-Loiseau sem er nýr staður í eigu samnefnds Michelin staðar (3 stjörnur) ekki langt frá borginni. Svona hálfgert Michelin útíbú og nokkuð ódýrara en frumgerðin. Það sem er merkilegt við þennað stað er að allur vínlistinn er til í glasi, nánar tiltekið er búið að setja allar tegundir af vínlistanum í Enomatic vélar sem spýta svo út úr sér tilheyrandi skammti eða hálfskammti.  Og þetta voru bara ansi hreint góð vín. Þarna sá bloggarinn sér leik á borði og pantaði Vosne-Romanée 1er Cru 2004 frá Romanée Conti en svo dýrt glas hafði hann aldrei verslað áður – 45 evrur fyrir glasið – aðallega til að geta sagst hafað drukkið Romanee Conte, og jú – vínið var ansi hreint gott. Frekar aumt samt að sötra drykkinn úr of litlu glasi (það er bara ein stærð af glösum á staðnum). Maturinn var til mikilliar fyrirmyndar á þessum stað en bloggarinn fékk samt næstum hjartaáfall af risastórum skammti af fois gras og svo sterkum ostum að á tímabili vissi hann ekki hver hann var eða hvað hann hét. Tomatsúpan í forrétt var ljómandi og dúfan var virkilega góð. Í lokin eitt stk. risavaxið soufflé og bloggarinn rúllaði saddur heim á hótel.

Smelltu hér til að skoða myndir úr ferðinni á flickr

Smelltu hér til að lesa fleiri blogg færslur úr ferðinni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, christian moreau, ferðalög, frakkland, grivot, hótel, lucien le moine, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s