Af dýrlingnum Þorláki

Hlustaði á áhugaverða frétt á RÚV um dýrlinginn Þorlák sem minnst er í dag.

Hann var víst góður til áheita, sérstaklega þeim er vildu að „víngerð lukkaðist vel“, var sagt.

Það var verra, því ólíklegt hlýtur að teljast að íslenskir kotbændur hafi getað nýtt sér þennan ágæta kost Þorláks mikið í  gegnum aldirnar, að láta „víngerð lukkast vel“.

Samkvæmt fréttinni var Þorlákur svo heilagur að hann snerti ekki vatn heldur drakk bara vín.

Mæli samt ekki með því að nokkur taki þetta upp eftir kallinum í því skyni að öðlast heilagleika. Það gæti endað mun verr.

Annars er það að frétta að rjúpan er komin í hús og ekki ólíklegt að rauðvínið Block 6 2004 frá Kay Brothers verði á boðstólnum.

Og vatn, að sjálfsögðu. Ég er ekki það heilagur.

Gleðileg jól!

Færðu inn athugasemd

Filed under furðufrétt, kay brothers

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s