Tveir nýir framleiðendur á nýju ári – Romano dal Forno og Sine Qua Non

Eins og alltaf er eitthvað í deiglunni á nýju ári.

Ef árið sem er nú senn að líða er skoðað fyrst mætti segja að þar standi upp úr landtaka í Búrgúnd. Vínin þaðan eru fremur fínleg og fáguð ef hægt er að alhæfa eitthvað, framleidd í svo litlu magni að okkur eru skammtaðar flöskurnar – allt niður í 6 flöskur per tegund fyrir sjaldgæfustu og jafnframt dýrustu vínin.

Sjaldgæf vín frá nýjum framleiðendum munu líka eitthvað setja mark sitt á næsta ár en af allt öðrum toga. Það verður kannski seint sagt að vínin þeirra séu fínleg en fáguð eru þau vissulega. Blessunarlega fáguð mætti kannski segja því án fágunar væru vínin villtar ótemjur, heillandi í fjarska en ógnandi í nálægð.

(Arnar, róa sig – kv. ritstj.)

Framleiðendurnir tveir eru líkir að mörgu leyti. Ekki bara framleiða þeir öflug vín heldur eru þeir viðurkenndir sem fulltrúar þess besta frá sínu svæði, metnaðarfullir svo vart verður lengra komist, fágætir og eftirsóttir. Ef það er til eitthvað sem heitir „cult“, „boutique“, „garage“ í vínframleiðslu þá á það við hér.

Ég meina, þeir eru ekki einu sinni með vefsíðu.

Á annan hef ég minnst lítillega hér áður. Romano dal Forno er í Valpolicella og framleiðir þar samnefnd vín og Amarone. Ég fæ ekkert eða lítið af Amarone en góðan skammt af Valpolicella en undanfarið hefur dal forno framleitt Valpolicellað sitt í Amarone stíl. Romano dal Forno er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í því skyni að framleiða það besta sem völ er á. Að þessu leyti er hann nútímalegur frekar en hefðbundinn en réttara væri að segja að vínin séu einstök.

Hinn framleiðandinn kemur frá Kaliforníu og markar okkar fyrstu spor þar. Sine Qua Non skammtar vínin sín í gegnum póstlista, nokkrar flöskur per mann, og selur að öðru leyti eingöngu til veitingastaða í Bandaríkjunum auk þess að flytja út vínin til nokkurra landa. Miðað við það höfum við náð ótrúlega góðri stöðu því Hr. Krankl er hrifinn af Íslandi. Líklegast erum við eina landið sem bætist í hópinn á nýju ári. Við fáum tvö rauð, Shiraz og Grenache, og í ótrúlega góðu magni þar sem Hr. Krankl vill hefja nýtt samstarf af krafti. Vínin kosta skildinginn en það er í lagi þar sem að þau ganga kaupum og sölu á eftirmarkaði og uppboðum á u.þ.b. tvöfalt hærra verði. Vínin fá nýtt nafn á hverju ári og nýjan miða sem Manfred Krankl hannar sjálfur.

Hlustaðu á viðtal Graperadio við Manfred Krankl, eiganda Sina Qua Non – fyrri hluta og síðari hluta

Nákvæmari upplýsingar, komutími og verð auglýst síðar.

Auglýsingar

4 athugasemdir

Filed under ítalía, útvarp, bandaríkin, romano dal forno, sine qua non

4 responses to “Tveir nýir framleiðendur á nýju ári – Romano dal Forno og Sine Qua Non

  1. kristinn

    Áhugaverðir framleiðendur, Parker fílar að minnsta kosti Sine Qua Non mjög vel, öll vínin frá honum eru yfir 90 punkta og slatti með 100 punkta.

    Spennandi ár framundan :-)

  2. Já, Sine Qua Non er mjög skemmtilegur framleiðandi, þá meina ég svona ímyndarlega séð líka. Parker heldur mikið upp á hann en ég hef séð mjög lofsamlega dóma víða, t.d. í nýjasta Decanter.

  3. Jón Lárus

    Þetta hljómar mjög spennandi svo ekki sé meira sagt…

  4. Líst vel á hreindýrið ykkar – ætla að gera svoleiðis á morgun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s