Monthly Archives: janúar 2008

Búrgúnd á Vínbarnum

Síðan síðasta sumar höfum við tekið inn tvo árganga af Búrgúndarvínum, 2004 og 2005. Framleiðendurnir eru nú orðnir fjórir, Lucien Le Moine, Jean Grivot, Christian Moreau og nú síðast Vincent Girardin.

2004 er að mestu upseldur en ennþá er til af 2005 enda upplagið af honum í heildina meira. Þau endast hins vegar ekki lengi. Aðallega hafa vínin farið til vínsafnara sem kunna að meta hin heillandi rauðvín Búrgúndar úr Pinot Noir þrúgunni og stórkostleg Chardonnay hvítvínin.

Það hafði alltaf staðið til að opna nokkur gler fyrir þessa viðskiptavini til að leyfa þeim að bera saman góða breidd úr röðum okkar framleiðenda, bera saman bækur, og fá góða aðila af veitingahúsum ásamt nokkrum sérfræðingum til að smakka með okkur.

Smakkið var hið skemmtilegasta og hér má sjá nokkrar myndir á flickr.com

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, christian moreau, grivot, myndir, vínbarinn, vínsmökkun, vincent girardin

Michelin 2008 stjörnugjöf fyrir veitingastaði á Bretland og Írland

Michelin útgáfan gaf út í dag hina árlegu bók sína um veitingastaði á Bretlandi og Írlandi.

110 veitingastaðir fá 1 stjörnu, þar af 15 nýir. 

12 veitingastaðir fá 2 stjörnur og þrír fá fullt hús eða 3 stjörnur.

Smelltu hér til að lesa fréttatilkynningu frá Michelin um 2008 bókina (listinn yfir stjörnuveitingastaði byrjar á bls. 21).

Hef bara prófað tvo á þessum lista, Zafferano (lestu um heimsókn fyrri og síðari) og Club Gascon.

Ritstjórinn hefur hins vegar komið á Locanda Locatelli (lestu um heimsóknina).

London er hið mikla mekka matargerðar í dag en þó eftirbáti Tokyo að mati Michelin því engin borg fær fleiri stjörnur hjá útgáfunni, þótt fyrsta bókin um borgina hafi litið dagsins ljós aðeins nú nýlega.

Færðu inn athugasemd

Filed under london, michelin, veitingastaðir

Vespa og vínkynning í dag 18.00 í Saltfélaginu

Það verður kynning á Vespa hjólum í dag 18.00 til 20.00 í Saltfélaginu og ætlar undirritaður að vera með létta vínkynningu á meðan á því stendur.

Í boði verða Chianti Classico frá Castello di Querceto, Montefalco frá Arnaldo Caprai, Grecante frá Arnaldo Caprai og Vernaccia di San Gimignano frá Castello di Querceto.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, castello di querceto, vínsmökkun

Decanter: „Er ekki tími til kominn að taka áströlsk vín alvarlega?“

Við höfum flutt inn vínin frá Kay Brothers nokkuð lengi. Upplagið er lítið og þau svona fljóta með stærri pöntunum frá Torbreck og ekki síst d’Arenberg en d’Arenberg og Kay Brothers eru nágrannar í McLaren Vale héraði  í S-Ástralíu.

Við tökum bara tvö rauðvín frá Kay Brothers og eru þau bæði úr shiraz þrúgunni, Hillside Shiraz og Block 6.

Robert Parker nokkur hefur lengi verið örlátur á stigin sín þegar kemur að þessum tveimur vínum og gefið hinu fyrrnefnda hæst 95 stig og því síðarnefnda 98 stig. Að öðru leyti hef ég ekki séð Kay bræðurnar dúkka svo oft upp í vínpressunni yfir höfuð, það virðist fara lítið fyrir þeim. Líklegast vegna þess að fyrirtækið er lítið og virðist ekki stunda mikla markaðssetningu.

Kay Brothers er m.ö.o. gott dæmi um þá framleiðendur sem eru til umfjöllunar í desember hefti breska víntímaritsins Decanter. Þeir eru ekki allir litlir framleiðendur en að mati tímaritsins eru þeir dæmi um þá grósku sem á sér stað í ástralskri víngerð um þessar mundir og sér ekki fyrir endann á.

Greinarhöfundurinn Matthew Jukes lofar áströlsku vínin hástert, ekki síst fyrir gott verð og gæði og mikla fjölbreidd sé álfan skoðuð í heild sinni. Hann varar þó við því að áströlsk vín séu fyrst og fremst metin fyrir sín góðu kaup þótt sú ímynd hafi verið þeim mikill styrkur í kröftugri markaðssetningu síðustu ár því hún skyggi á hið raunverulega gildi ástralskra vína – gæðin.

„Er ekki tími til kominn að taka áströlsk vín alvarlega?“ er fyrirsögn greinarinnar.

Greinarhöfundur gengur nokkuð langt í þá átt að lýsa Ástralíu sem framleiðanda bestu vína á jörðu þegar hann ber vín álfurnnar saman við vín frá nýja eða gamla heiminum, og skýtur kannski aðeins yfir strikið með stórkostlegar yfirlýsingar. Það er samt full ástæða til þess að benda á gæði og margbreytileika ástralskrar vínframleiðslu og hvetja fólk til þess að sjá í gegnum vegg af ódýrum súpermarkaðsvínum sem þaðan streyma og prófa eitthvað sem sýnir betur hversu álfan er megnug þótt það kosti að jafnaði aðeins meira.

Hér eru þrjú vín sem ég legg til:

HIllside frá Kay Brothers
Juveniles frá Torbreck
The Laughing Magpie frá d’Arenberg

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, decanter, kay brothers, torbreck, vangaveltur

Vínkeðjan – Þorri bloggar um The Footbolt

.

Þá er fyrsti hlekkur vínkeðjunnar á þessu nýja ári staðfestur.

Lestu bloggið hans Þorra um The Footbolt

Þorri finnur m.a. eucalyptus, lakkrís og berjailm af víninu.

The Footbolt hefur nú farið í gegnum fyrstu 11 hlekki í vínkeðjunni og tími til að setja það á bekkinn og skipta nýju víni inn.

Er að hugsa um að hafa kannski fleiri en eitt í gangi í einu.

T.d. eitt hvítt og eitt rautt og leyfa síðan viðkomandi bloggara að velja hvort hann vill fá til að smakka.

Meira um það síðar.

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Límmiðinn byrjaður að rúlla

Nýi miðinn er kominn á flöskurnar. Tekur einhverjar vikur að ná dreifingu því enn eru miðalausar flöskur í hillum.

Við stilltum 6 nýjum hugmyndum upp og fengum góðar athugasemdir á blogginu og með tölvupósti. Lestu bloggið

Nr. 3 var valinn þótt asninn væri myndarlegur eins og margir bentu á. Asninn fær kannski annað hlutverk síðar í ímynd fyrirtækisins. Kannski verður hann tákn fyrir heimsendingarþjónustuna okkar þegar við byrjum að selja vín á netinu – „erum lengi á leiðinni en komum pottþétt“.

Nýi miðinn er „hreinn og snyrtilegur“ eins og Hildigunnur benti réttilega á.

Við lækkuðum „m“-ið úr stóru í lítið.

Þá verður ekki aftur snúið.

Í bili amk.

Svona næstu 12.000 flöskur eða svo.

En ef nýi miðinn fer mikið í taugarnar á þér getur þú keypt ótæpilega af okkar vínum til að klára upplagið sem fyrst og þá lofa ég að gera öðruvísi miða næst.

Ein athugasemd

Filed under límmiðar

Barolo 2004

.

Antonio Galloni fjallar um Barolo 2004 árganginn í nýjasta Robert Parker The Wine Advocate.

Hann er í skýjunum með þennan nýja árgang sem kemur reyndar ekki á markað fyrr en í vor/haust.

136 Barolo vín af 2004 árgangi eru til umfjöllunar í greininni og eru okkar þrjú frá Luciano Sandrone og La Spinetta þar á meðal. Þau fá hörku fína einkunn, ekki síst Barolo-in frá Sandrone en Barolo Cannubi Boschis fær 98 stig og Barolo Le Vigne 96 stig á meðan að La Spinetta Barolo Campe fær 91-94 stig.

Aðeins eitt vín fær hærri einkunn (99 stig og kostar tvöfalt meira) en Cannubi Boschis í greininni. 98 stig eru hæsta einkunn sem tímaritið hefur gefið þessu rómaða víni fyrir utan 1990 árganginn sem fékk sömu einkunn. 96 stig er hins vegar hæsta einkunn sem Le Vigne hefur nokkru sinni fengið hjá Parker.

2004 árgangurinn ætti því að vera góður.

Galloni viðrar reyndar áhyggjur að verðin eigi eftir að hækka en ég hef ekki ennþá séð verðskrár framleiðandanna. Vonandi standa okkar vín í stað. Þau hafa kostað um 8.000 kr. hingað til sem þó verður að teljast prýðileg kaup miðað við allt, ekki síst þegar árgangurinn er framúrskarandi.

2003 árgangur af þessum vínum er til í svolitlu magni hjá okkur ennþá. Þau fást með sérpöntun fyrir utan Le Vigne sem fæst í Vínbúðunum.

Hér er svo öll umfjöllunin um vínin þrjú:

Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 200498
I was blown away by the breathtaking purity and definition of Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis. A translucent dark ruby, this weightless yet sumptuous Barolo bursts from the glass with layers of dark ripe fruit that coat the palate with stunning grace and elegance. As it sits in the glass notes of licorice, tar and sweet toasted oak gradually emerge to complete this magnificent wine. I tasted this along with the 2001, which has shut down considerably since I last tasted it earlier this year. Today the 2004 is the more elegant wine although the 2001 looks to be more powerful and perhaps longer-lived. My rating of the 2001 (95) appears to have been conservative by about 2 points. One of the highlights of the vintage, Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis is not to be missed. Anticipated maturity: 2012-2024

Luciano Sandrone Barolo Le Vigne 200496
The 2004 Barolo Le Vigne is a phenomenal effort. Sweet, long and pure, it reveals an expansive core of perfumed ripe red fruit, flowers and spices. Despite its notable concentration it is made in a restrained style, showing remarkable elegance as well as harmony, with superb length and finessed tannins on the close. Le Vigne is made from the Ceretta, Vignane, Merli and Conterni vineyards. I have tasted the wines from these plots separately on many occasions. Curiously, I have never been particularly impressed by any of the wines on their own, yet when they are blended the results can be extraordinary, as is the case with the sublime 2004 Le Vigne. Anticipated maturity: 2008-2019

La Spinetta Barolo Campe 2004(91-94) – The 2004 Barolo Campe possesses a sweet core of opulent fruit along with notes of spices, leather and menthol that develop in the glass. It is a big, opulent Barolo yet it comes across as less fresh than the vintage-s top wines. An earlier than normal Moscato harvest forced Rivetti to delay the bottling of his Barolo, which I tasted from tank. I also tasted the Riserva version of this wine which was noticeably more vibrant and layered, reinforcing my view that the bottling of Riservas is reducing the quality of the normal wines. I will have a better idea of the potential of both 2004 Barolos once they are bottled this fall. “ (- Robert Parker The Wine Advocate (erobertparker.com))

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, la spinetta, luciano sandrone, robert parker