Límmiðinn byrjaður að rúlla

Nýi miðinn er kominn á flöskurnar. Tekur einhverjar vikur að ná dreifingu því enn eru miðalausar flöskur í hillum.

Við stilltum 6 nýjum hugmyndum upp og fengum góðar athugasemdir á blogginu og með tölvupósti. Lestu bloggið

Nr. 3 var valinn þótt asninn væri myndarlegur eins og margir bentu á. Asninn fær kannski annað hlutverk síðar í ímynd fyrirtækisins. Kannski verður hann tákn fyrir heimsendingarþjónustuna okkar þegar við byrjum að selja vín á netinu – „erum lengi á leiðinni en komum pottþétt“.

Nýi miðinn er „hreinn og snyrtilegur“ eins og Hildigunnur benti réttilega á.

Við lækkuðum „m“-ið úr stóru í lítið.

Þá verður ekki aftur snúið.

Í bili amk.

Svona næstu 12.000 flöskur eða svo.

En ef nýi miðinn fer mikið í taugarnar á þér getur þú keypt ótæpilega af okkar vínum til að klára upplagið sem fyrst og þá lofa ég að gera öðruvísi miða næst.

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under límmiðar

One response to “Límmiðinn byrjaður að rúlla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s