Monthly Archives: febrúar 2008

Hlý orð í Gestgjafanum

Gestgjafinn birtir góð orð í okkar garð í nýjasta blaðinu (3. tbl. 2008).

Fyrst ber þar að nefna umfjöllun um Búrgúndarvínsmökkun sem við héldum á Vínbarnum og kynntum nokkur vín frá framleiðendum okkar þaðan.

Smelltu hér til að sjá myndir úr smakkinu
Smelltu hér til að lesa um heimsókn til Búrgúndarhéraðs síðasta haust

Takk fyrir hlýju orðin og hvatninguna.

„Frábær Búrgundí-vín hjá Arnari í Vín og mat

Arnar Bjarnason hjá Víni og mat er einn af hugsjónamönnum í vínheiminum á Íslandi. Hann flytur inn vín sem honum þykja góð og reynir að lifa af því. Hann hefur kynnt fyrir okkur mörg frábær vín frá Ítalíu, fór svo til Languedoc og fann þar afburða skemmtilega víngerðarmenn og nú er hann kominn til Búrgundí. Hann var með afraksturinn af leit sinni á Vínbarnum þar sem hann kynnti þessi vín. Vínin voru frá fjórum litlum en afar virtum framleiðendum, Lucien Le Moine, Jean Grivot og Vincent Girardin svo og frá Christian Moreau í Chablis (hann gerir eingöngu Premier Cru og Grand Cru-vín). Það er ekki á hverjum degi sem mönnum gefst færi á að smakka Premier og Grand Cru hér á landi, meðal annars Corton Charlemagne, Corton Bressandes, Charmes Chambertin, Chambolle Musigny og Clos des Vougeot. Arnar hefur fengið svolítinn kvóta af þeim vínum og ber að hrósa honum fyrir metnaðinum því þar sem menn stoppa og jafnvel snúa við og telja að markaðurinn sé ekki fyrir hendi heldur hann ótrauður áfram og færir okkur bestu vínin sem völ er á – og heldur okkur við efnið.“

Góð lýsing á Montefalco Rosso frá Arnaldo Caprai birtist siðan undir liðnum „Nýtt í reynslu“. Þau Dominique og Eymar gefa því 4 glös af 5.

Ég tek sérstaklega undir orð þeirra „mjög ítalskt“. Sum vín eru bara einhvern veginn þannig.

Montefalco Rosso 20054 glös
Þetta vín kemur úr smiðju Arnaldo Caprai sem er tvímælalaust sá framleiðandi í Umbria sem er að vekja hvað mesta athygli á heimsvísu. Vínið er blanda af sangiovese og sagrantino (þrúgan sem hann ræktaði úr gleymsku) þar sem sú fyrri er í miklum meirihluta. Það er opið í nefi með góðan ferskleika og er að finna kirsuber sangiovese-þrúgunnar ásamt kryddjurtum og kryddi. Áferðin er mjúk og þurr, tannín er vel þroskað og finna má margslungna tóna af kryddi, kirsuberjum, tóbaki og mold. Langt eftirbragð sem helst í kirsuberjunum og léttum eikartónum. Stórfínt vín með góða byggingu og í flottu jafnvægi. Drekkið með bragðmiklum og flóknum pastaréttum eða ekta ítölskum kjötréttum.
Verð 2.190 kr.
Okkar álit: Vín í háum gæðaflokki. Vel gert og mjög ítalskt en þarfnast umhellingar þar sem tannínið er ennþá svolítið þétt.“

Fleira gott um okkar vín kemur fram í blaðinu. T.d. eru fjögur ítölsk hvítvín pöruð með skemmtilegum rétti, „Smálúðurúllur með parmaskinku, basilíku og tómatsultu“ frá Jóa í Ostabúðinni og þeim gefnar einkunnir eftir því hversu vel þau eiga með réttinum. Við eigum þrjú af þessum hvítvínum, Grecante (4 1/2 glas), Casal di Serra (4 glös) og Vernaccia di San Gimignano (4 glös).

Svo mæla þau Dominique og Eymar með okkar vínum annars staðar í blaðinu. Með Frizzando frá Sandhofer mæla þau með „Túttí frúttí“ smárétti á bls. 40, Chateau du Flaugergues með „Lambalæri á la Provencal með ratatouille-grænmeti“ á bls. 45 og með Casal di Serra og Grecante með „Fenníkulegin lúða“ á bls. 65.

Ein athugasemd

Filed under búrgúnd, caprai, castello di querceto, christian moreau, dómar, Gestgjafinn, grivot, lucien le moine, sandhofer, ummæli, vín, vincent girardin

Robert Parker um Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005

.

Þessi vín koma til landsins í byrjun apríl.

Robert Parker hefur alltaf elskað þau. Og gerir enn.

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah95-97
„The 2005 Atlantis Fe 203-1a is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with about 25% whole clusters (stems) utilized. The vineyard sources include the Eleven Confessions as well as White Hawk, Alban, and Bien Nacido. An inky/blue/black/purple hue is followed by sweet blackberry, charcoal, and chocolate aromas, graphite and blackberry flavors, full body, decent acidity, and a stunningly long finish. This terrific effort should turn out to be one of the most French-styled Syrahs Krankl has yet produced. It reveals the great intensity and purity of California fruit superimposed on a European structure and sense of harmony. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special. “

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Grenache — 96-98
„The only 2005 Grenache I tasted is the 2005 Atlantis Fe 203-2a, a blend of 93% Grenache and 7% Syrah. About 50% of this cuvee was produced from whole clusters, and nearly all of it came from the Eleven Confessions Vineyard. Approximately 40% new oak was utilized, and the wine is scheduled to be bottled after two years in wood. The aromas reveal a distinctive chocolatey note along with the tell-tale blackberry, cassis, kirsch, licorice, camphor, and floral characteristics. Deep, complex, and full-bodied with a roasted meat-like flavor, despite its size and richness, the overall impression is one of elegance and phenomenal definition. It should drink well for 10-15+ years. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special.“ (erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Cùmaro með kjötrétti nr. 1 á Vox — Food and Fun

.

Við fórum á Vox um daginn og fengum okkur árstíðarmatseðil ásamt vínum. Allavegana fékk ég mér vínin með en Rakel fékk þann skemmtilega kost að smakka örlítið af hverju víni án þess að fá fullt glas. Var það vel boðin hugmynd af þjóninum okkar honum Gunnlaugi þar sem Rakel er með lítið kríli í fullu fæði og vildi ekki allan vínpakkann en gat með þessum hætti bragðað á öllu og fylgt mér eftir.

Maturinn var fyrirtaksgóður og súper-sommelierinn Alba sá til þess að vínin pössuðu afskaplega vel með.

Eitt þessara vína var rauðvínið okkar Cùmaro Riserva 2004 frá Umani Ronchi, parað með einhverju sem ég skrifaði ekki niður og man ekki hvað hét og kalla því bara kjötrétt nr. 1. Jú það var víst gæs allavegana. Small vel með og var unun að drekka vínið í sínu besta umhverfi.

Svo vel rann Cùmaro með árstíðarseðlinum að Alba ákvað að halda því með Food and Fun matseðlinum sem þessa dagana er í fullum gangi á Vox. Með hverju það er borið fram þar er ég ekki viss en ég treysti því fullkomnlega að Alba hefur parað það af kostgæfni.

Það er óhætt að mæla með ferð á Vox.

Smelltu hér til að sjá hvaða vín við eigum á föstum vínlista Vox

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, umani ronchi, vínseðill, veitingastaðir, vox

Vínkeðjan – Davíð Stefánsson yrkir um Vatnsfall Dauðans

Sum vín eru þannig að maður veit ekki hvað maður á að segja.

Þá yrkir maður ljóð.

Þótt Davíð Stefánsson, ljóðskáld, kalli reyndar ekki sjálft vínið Montefalco Rosso „Vatnsfall Dauðans“ þá notar hann þessi sterku orð í stuttu en hnitmiðuðu ljóði sínu sem birtist í nýjasta vínkeðjublogginu.

Smelltu hér til að lesa bloggið hans Davíðs um Montefalco Rosso

Ég legg hins vegar til að ÁTVR fái lánuð þessi orð í næstu auglýsingarherferð sinni um hættur áfengis – vatnsfalli dauðans.

Smelltu hér til að skoða fyrri hlekki í vínkeðjunni

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, caprai, dómar, ljóð, vínkeðjan

Franskar þverstæður í auglýsingum og umfjöllun á áfengi

Það virðist undarlegt að á meðan sífellt fleiri rannsóknir benda til góðra áhrifa léttvínsneyslu í hófi, bæði á sál og líkama, þá eru viðurlög gegn vínneyslu víða að herðast.

Frakkar af öllum þjóðum ákváðu ekki fyrir löngu að banna áfengisauglýsingar í sjónvarpi. Þegar bannið var lagt fram lögðust franskir víngerðarmenn ekki nægilega vel gegn því þar sem að þeir töldu sig of litla yfir höfuð til að stunda slíka auglýsingamennsku og að bannið myndi hins vegar gera erlendum risakeppinautum þeirra erfiðara fyrir að herja á þeirra heimamarkað með auglýsingarherferðum í sjónvarpi. M.ö.o. þeir töldu sig vera að vernda sinn hag.

Áfengisauglýsingar í dagblöðum og tímaritum eru hins vegar leyfðar svo framarlega sem þeim fylgi texti um skaðsemi áfengis.

Nú renna hins vegar á þá tvær grímur í kjölfar dómsúrskurðar þar sem ANPAA (Franska áfengis- og vímuefnaforvarna-ráðið) hefur sigrað í máli sem það höfðaði á hendur dagblaðsins Le Parisien þar sem fjallað var um kampavín í blaðinu og birtur listi í því sambandi yfir ákveðin vín, verð og hvar þau væru fáanleg. Le Parisien var sektað um 5.000 Evrur.

Dómurinn mun hugsanlega hafa fordæmisgildi þannig að allar víntengdar skriftir í frönskum dagblöðum þurfa að hafa viðvörunartexta um skaðsemi áfengis.

Þverstæðurnar birtast svo best í því að frönsk yfirvöld eru á einn veginn að hamla útbreiðslu franskrar vínframleiðslu í sínu landi í gegnum ANPAA en breiða hana út til annarra landa í gegnum hin ýmsu samtök sem vinna að markaðssetningu franskar vínmenningar.

Denis Saverot, ritstjóri franska víntímaritsins La Revue du Vin de France, skrifar í nýjasta Decanter að þarna sé vegið að franskri vínmeningu og snúið baki við yfir 1000 ára sögu. Hann bendir líka á áhugaverða staðreynd að á meðan neysla hins náttúrulega hamingjudrykks, léttvíns, í Frakklandi hefur hrunið eru Frakkar í dag orðnir að þeirri þjóð sem neytir mest af þunglyndislyfjum. Hann bendir líka á að í þeim tveimur héruðum Frakklands þar sem áfengisvandi er mestur, Pas de Calais og Bretagne, eigi sér stað engin vínrækt.

3 athugasemdir

Filed under decanter, frakkland, fréttir, vangaveltur

Vídeóblogg: Chateau Bauduc – Clos des Quinze 2005

Þá er vídeóbloggið á youtube komið af stað.

Ég fékk sent sýnishorn af rauðu Bordeaux frá Chateau Bauduc og smakkaði „í beinni“.

Smelltu hér til að horfa á ræmuna (5 mín.)

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, bordeaux, chateau bauduc, sjónvarp, vín, [youtube=]

Viðtal við Chester Osborn í Decanter

Chester d’Arenberg Osborn er fæddur 1962.

Hann er ekki bara vínframleiðandi heldur dútlar við myndlist, tónlist, skriftir og hannar auk þess eigin fatalínu, eins og kemur fram í viðtali sem er tekið við hann í nýjasta Decanter víntímaritinu.

Smelltu til að lesa viðtalið og sjá myndir

Skv. viðtalinu er Chester ekki hrifinn af mikilli eik heldur leitar að steinefnakenndum og blómlegum eiginleikum í víni. Öll vínin eru úr lífrænu hráefni, nokkuð sem ég vissi ekki, og 7 ára sagðist hann ætla að búa til vín sem væru „yummy“.

En hvar fær hann þessar skyrtur?

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, decanter, viðtal