Franskar þverstæður í auglýsingum og umfjöllun á áfengi

Það virðist undarlegt að á meðan sífellt fleiri rannsóknir benda til góðra áhrifa léttvínsneyslu í hófi, bæði á sál og líkama, þá eru viðurlög gegn vínneyslu víða að herðast.

Frakkar af öllum þjóðum ákváðu ekki fyrir löngu að banna áfengisauglýsingar í sjónvarpi. Þegar bannið var lagt fram lögðust franskir víngerðarmenn ekki nægilega vel gegn því þar sem að þeir töldu sig of litla yfir höfuð til að stunda slíka auglýsingamennsku og að bannið myndi hins vegar gera erlendum risakeppinautum þeirra erfiðara fyrir að herja á þeirra heimamarkað með auglýsingarherferðum í sjónvarpi. M.ö.o. þeir töldu sig vera að vernda sinn hag.

Áfengisauglýsingar í dagblöðum og tímaritum eru hins vegar leyfðar svo framarlega sem þeim fylgi texti um skaðsemi áfengis.

Nú renna hins vegar á þá tvær grímur í kjölfar dómsúrskurðar þar sem ANPAA (Franska áfengis- og vímuefnaforvarna-ráðið) hefur sigrað í máli sem það höfðaði á hendur dagblaðsins Le Parisien þar sem fjallað var um kampavín í blaðinu og birtur listi í því sambandi yfir ákveðin vín, verð og hvar þau væru fáanleg. Le Parisien var sektað um 5.000 Evrur.

Dómurinn mun hugsanlega hafa fordæmisgildi þannig að allar víntengdar skriftir í frönskum dagblöðum þurfa að hafa viðvörunartexta um skaðsemi áfengis.

Þverstæðurnar birtast svo best í því að frönsk yfirvöld eru á einn veginn að hamla útbreiðslu franskrar vínframleiðslu í sínu landi í gegnum ANPAA en breiða hana út til annarra landa í gegnum hin ýmsu samtök sem vinna að markaðssetningu franskar vínmenningar.

Denis Saverot, ritstjóri franska víntímaritsins La Revue du Vin de France, skrifar í nýjasta Decanter að þarna sé vegið að franskri vínmeningu og snúið baki við yfir 1000 ára sögu. Hann bendir líka á áhugaverða staðreynd að á meðan neysla hins náttúrulega hamingjudrykks, léttvíns, í Frakklandi hefur hrunið eru Frakkar í dag orðnir að þeirri þjóð sem neytir mest af þunglyndislyfjum. Hann bendir líka á að í þeim tveimur héruðum Frakklands þar sem áfengisvandi er mestur, Pas de Calais og Bretagne, eigi sér stað engin vínrækt.

Auglýsingar

3 athugasemdir

Filed under decanter, frakkland, fréttir, vangaveltur

3 responses to “Franskar þverstæður í auglýsingum og umfjöllun á áfengi

 1. Eccomi qui, carissimo blogger.
  Mi chiamo ANNA e sono italiana. Sono arrivata nel tuo spazio seguendo, tipo cane da tartufo, la scia del profumo del vino. Credo di capire che tu sei un intenditore. Anche io lo sono. Ma immagino di essere molto più fortunata di te: lì il vino deve costare un botto e mezzo. Quel Chateau Bauduc è una gran bottiglia che qui in Italia va sui 200 euri, lì almeno il doppio. Complimenti! Un ottimo Bordeaux: Cabernet al 20% e Merlot al 80%.
  Però ora è tempo di berla.
  Ti aspetto nel mio blog per un brindisi.
  Kissessssssssssss…….
  Anna

 2. Ho visto che hai dedicato un post al Barolo 2004.
  Parliamone…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s