Cùmaro með kjötrétti nr. 1 á Vox — Food and Fun

.

Við fórum á Vox um daginn og fengum okkur árstíðarmatseðil ásamt vínum. Allavegana fékk ég mér vínin með en Rakel fékk þann skemmtilega kost að smakka örlítið af hverju víni án þess að fá fullt glas. Var það vel boðin hugmynd af þjóninum okkar honum Gunnlaugi þar sem Rakel er með lítið kríli í fullu fæði og vildi ekki allan vínpakkann en gat með þessum hætti bragðað á öllu og fylgt mér eftir.

Maturinn var fyrirtaksgóður og súper-sommelierinn Alba sá til þess að vínin pössuðu afskaplega vel með.

Eitt þessara vína var rauðvínið okkar Cùmaro Riserva 2004 frá Umani Ronchi, parað með einhverju sem ég skrifaði ekki niður og man ekki hvað hét og kalla því bara kjötrétt nr. 1. Jú það var víst gæs allavegana. Small vel með og var unun að drekka vínið í sínu besta umhverfi.

Svo vel rann Cùmaro með árstíðarseðlinum að Alba ákvað að halda því með Food and Fun matseðlinum sem þessa dagana er í fullum gangi á Vox. Með hverju það er borið fram þar er ég ekki viss en ég treysti því fullkomnlega að Alba hefur parað það af kostgæfni.

Það er óhætt að mæla með ferð á Vox.

Smelltu hér til að sjá hvaða vín við eigum á föstum vínlista Vox

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, umani ronchi, vínseðill, veitingastaðir, vox

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s