Uppskriftir af Rossini turnbautum

Gioachino Rossini hætti að semja óperur á miðjum aldri. Það gaf honum nægan tíma til að sinni hinni ástríðunni sinni sem var matur. Frægar veislur fóru fram í húsakynnum hans í París og voru þar m.a. bornir fram turnbautar sem Rossini bjó til. Turnbautarnir eru frönsk uppskrift frekar en nokkurn tímann ítölsk.

Við gætum líka kallað þetta gourmet hamborgara.

Ég hef aldrei eldað þessa uppskrift. Hún er ekki flókin svo sem en Rossini ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur hvað hráefnið varðar því í uppskriftina notaði hann bæði fois gras og trufflusveppi. Það má reyndar finna fois gras á Íslandi og skipta út trufflunum fyrir góða villisveppi (og ef til vill smávegis af truffluolíu).

Þrír staðir á netinu hafa þessi uppskrift, með smávægilegum breytingum sín á milli. Þessi uppskrift á Foodnetwork kemur frá Emile Lagasse. Hún er fyrir 6 manns en í hana fara lifandi ósköp af fois gras, trufflum og madeira víni, ekki fyrir viðkvæma sem sagt. Uppskriftin á UKTV-Food er fyrir tvo og skiptir út trufflum og madeira fyrir sveppi og rauðvín. Útgáfan á FrenchFoodFreaks gefur hins vegar kost á annað hvort trufflum eða öðrum sveppum en gengur lengra í víninu og vill ekki bara madeira heldur líka portvín og brandý. Sú síðasta er fyrir fjóra og gerir ráð fyrir að skammturinn fyrir hvern og einn innihaldi m.a. 200g kjöt fyrir utan 80g af fois gras, brauð og sveppi.

Það er því best að vera svangur þegar maður ræðst í Rossini turnbautana.

Ég myndi drekka með þessu Chateau de Flaugergues. Það er nægilega kröftugt fyrir bragðmikinn matinn og hefur snerpu til að taka á allri fitunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under flaugergues, frakkland, tónlist, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s