Hvað er málið með Decanter og 2004 súpertoskanina?

Ég er svolítið hvumsa yfir Decanter þessa dagana.

Í nýjasta tímaritinu er 2004 árgangur frá Toskana tekinn fyrir, nánar tiltekið svokallaðir súpertoskanir. Jafnan eru það þau vín frá Toskana sem framleiðendur leggja mest í og upp úr.

2004 árgangur er afskaplega góður víða á Ítalíu, þá ríkti gott og jafnt verðurfar. En vínsmökkunarhópur blaðsins dissar þennan árgang verulega. Aðeins eitt vín fær fullt hús, 5 stjörnur, og ekkert vín fær 4 stjörnur. Þetta er vægast sagt óvenjulegt miðað við góðan árgang, gæði vínanna og þá staðreynd að sjaldan er svo illa gefið á heildina í dálkum blaðsins.

Okkar fulltrúi Flaccianello 2004 fær bara 2 stjörnur, rétt eins og hið fræga Tignanello og t.d. annað vín sem heitir Montevertine. Þessi má geta að Flaccianello 2004 fær 95 stig hjá bæði The Wine Advocate og Wine Spectator.

Annars staðar í blaðinu er svo grein um 50 bestu vín Ítalíu (vín sem hafa verið framúrskarandi í gegnum árin) og þar eru öll þessi þrjú vín í þeirra hópi og meira að segja stór mynd af Tignanello 2004 sem fær hálfgerða útreið (a.m.k. miðað við væntingar) síðar í blaðinu.

Þetta er í takt við þann helsta galla sem mér finnst um Decanter. Mismunandi fólk fjallar um sömu vín milli ára, jafnvel í sama blaði, og því skortir alveg viðmiðun sem hægt sé að túlka einkunnir blaðsins út frá, árgang eftir árgang.

Ef sami gagnrýnandi eða hópur gagnrýnenda fjallar um sömu vín ár frá ári, jafnvel þótt maður sé ekki alltaf sammála, verður til sú viðmiðun sem mér finnst vanta í Decanter. Einkunnir þess aðila má skilja út frá einkunnum hans frá fyrri árum og svo koll af kolli. Ekki þessi losaraháttur sem mér finnst oft ríkja hjá Decanter.

Annað sem ég set út á í þessari umfjöllun Decanter eru smakknótur sem fylgja hverju víni sem fær 3 stjörnur og yfir. Þær eru frekar ófókuseraðar og einfaldlega leiðinlegar og þrátt fyrir nokkurn mun á einkunnunum er ekki að finna mun í textanum. Þannig er sagt um vínið sem fær 5 stjörnur að það sé „Tight, concentrated, not giving much away. This one has middle and promise and is still very closed. Fruit will win. There is a great deal here.“ á meðan að eitt af allra neðstu vínunum fær meðal annars umsögnina „Very good“.

Og besta dæmið um ósamræmi í Decanter.

Það varðar annað rauðvín sem kemur einmitt líka frá Fontodi, þ.e.a.s  Chianti Classico. Sami árgangur af því, 2004, fær 3 stjörnur í einu hefti Decanter en í öðru hefti fær sama vín 5 stjörnur. Það er eitt misræmið milli árganga en hjá einu og sama víninu þá eru hlutirnir að verða verulega ruglandi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under decanter, fontodi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s