Litla ljóta Krónan

Þetta er sagan af litlu ljótu Krónunni.

Krónan er fallegur svanur, háfleygur og vængbreiður, sem hefur sig á loft frá tjörninni en flýgur á Seðlabankann, vængbrotnar og fellur til jarðar. Illa útleikin og óþekkjanleg vafrar hún um Borgartúnið þar sem enginn trúir að hún sé í raun svanur, hvað þá að hún hafi einu sinni flogið.

Sagan af litlu ljótu Krónunni er ekki ennþá búin. Enginn veit hvort hún fari á sjálfstyrkingarnámsskeið og hefji sig aftur til flugs eða hvort hún verður endanlega útskúfuð, dragi sig inn í skel og komi aldrei aftur út.

Ég hef verið spurður að því hvort fall krónunnar muni hafa áhrif á sölu vína og hef þá svarað í bjartsýni að nei, líklegast ekki nema hvað hugsanlega færist neyslan tímabundið enn meira í ódýrari verðflokka því þar mun áhrifa gengisfallsins gæta síst. Ástæðan er sú að á öllum vínum er áfengisskattur sem getur verið tvöfalt eða þrefalt hærri en raunverlegt innkaupsverð ódýrs víns og þar sem að gengisfallið hefur bara áhrif á innkaupsverð munu ódýrari vínin hækka minna. Því dýrara sem vínið verður hækkar hlutfall innkaupsverðs og því mun meiri áhrif hefur gengisfallið þar.

Skammtímagengissveiflur hafa haft frekar lítil áhrif á verð okkar vína hingað til enda ómögulegt að vera að hækka vín nokkra tíkalla upp bara til að lækka aftur nokkrum vikum eða mánuðum síðar. Frekar tekur maður eitthvað meðalgengi og námundar síðan svo verð haldist sem stöðugast. Öðru máli gildir um breytingar á gengi til lengri tíma eða þá ýktar sveiflur eins og fallið sem við erum að horfa á núna.

Því miður er ekki hægt að námunda niður á við þegar krónan fellur um 30%. Það eru því hækkanir framundan. Sem betur fer vorum við búin að greiða flesta reikninga og mun hækkana ekki gæta alveg strax en eftir fáeina mánuði verður landslagið töluvert breytt.

Það er því margt vitlausara en að fara ú í Vínbúð til að kaupa sér lager á gamla genginu.

Færðu inn athugasemd

Filed under innflutningur, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s