Amedei súkkulaði vinnur Gullnu baunina á Chocolate Awards 2008 – aftur

Amedei súkkulaði er í sviðsljóðinu þessa dagana, bæði Gestgjafinn og Decanter fjalla um Amedei súkkulaði í nýjustu tölublöðunum.

Gestgjafinn er tileinkaður súkkulaði að þessu sinn. Þegar ég frétti að það stæði til lagði ég til við blaðið að haldið yrði smakk á dökku súkkulaði sem var tekið vel í. Amedei fær góða umsögn í blindsmakkinu (bls. 41, 4. tbl.) en ég skal viðurkenna að ég hefði viljið sjá það toppa þetta smakk.

Decanter fjallar aðallega um vín en í nýjast tölublaðinu (apríl) er tvær síður lagðar undir súkkulaði og er fókuserað sérstaklega á Amedei sem „model producer“. Þar kemur fram að síðan fyrirmyndarfyrirtæki eins og Amedei fór að framleiða súkkulaði í nánariasamstarfi við bændurna og greiða þeim hærra verð hefur gæðum fleygt fram. Greinarhöfundurinn, Fiona Beckett, endar greinina á að lýsa Chuao súkkulaði frá Amedei með „deep chocolatey aroma and flavour and an amazingly long finish.“ Í greininn er kakóekrum Amedei í Venezuela, Chuao og Porcelana, líkt við það besta sem gerist í heimi vínframleiðslu, eins og ofurvínið Petrus.

Helst ber að minnast á Chocolate Awards 2008 sem voru haldin í þriðja sinn í ár. Þar sigraði súkkulaði frá Amedei eina ferðina enn sem besta dökka súkkulaðið. Að þessu sinn kom það í hlut 63% súkkulaðisins frá Amedei að hljóta Gullnu baunina en jafnframt hlutu gullverðlaun Porcelana og Chuao auka þess sem silfur hlutu 66%, 70% og „9“ sem er með 75% kakó. Mjólkursúkkulaðið frá Amedei hlat silfur í sínum flokki.

Það er gott úrval af Amedei súkkulaði í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og hjá Sandholt á Laugaveginu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, decanter, Gestgjafinn, súkkulaði, verðlaun/viðurkenningar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s