Vernaccia di San Gimignano í Gestgjafanum

Vernaccia di San Gimignano er „eitt af þessum hvítvínum sem krydda upp á úrval hvítvína í Vínbúðunum“ segir í umfjöllun Gestgjafans frá því í apríl.  Hvítvíninu gefa þau Dominique og Eymar 3 1/2 glas sem er gott fyrir það sem við köllum fyrsta flokks hversdagsvín.

Fyrir neðan birtist öll umfjöllunin:

Querceto Vernaccia di San Gimignano 20063 1/2 glas
Vernaccia er enn ein þrúgan sem fæstir hafa heyrt um en kemur úr þessu þrúgnahafi sem Ítalía hefur að geyma. Staðbundnar þrúgur gefa vínunum gildi, sem ansi margir víða um heim kunna að meta, og víngerðamenn nostra við þær til að fá það besta úr þeim. Hún er mjög afmörkuð við Toskana n.t.t. við San Gimignano, „Turnaborgina“ fallegu. Ilmurinn er ljúfur með hunangi, sítrónum, gulum ávöxtum og blómum á meðan áferðin er frekar fersk með svolitla stemmu aftast. Vínið er frekar stutt en samt sem áður mjög skemmtilegt og í fínu jafnvægi. Drekkið með léttu sjávarréttapasta eða sjávarréttagratíni.
Verð 1.390 kr.
Okkar álit: Einfalt en skemmtilegt. Eitt af þessum vínum sem krydda upp á úrval hvítvína í Vínbúðunum. “ – Gestgjafinn 4. tbl. 2008 

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, dómar, Gestgjafinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s