Domaine Jean Grivot er ein af súperstjörnunum í Búrgúnd að mati Decanter

.

Fyrir 10 árum síðan gaf Búrgúndar-sérfræðingurinn Clive Coates út lista af framleiðendum sem hann taldi þá bestu í Búrgúnd. Af urmul framleiðenda voru aðeins fimm á listanum. Nú eru þeir orðnir 17.

Þökk sé framförum í víngerð í héraðinu undanfarin ár að vínin eru almennt orðin betri, segir Clive. Honum finnst menn sýna náttúrunni meiri virðingu (margir á svæðinu eru lífrænir eða bíódínamískir) fyrir utan að vanda sig betur og skilar það sér í hreinni og beinni umbreytingu frá vínvið í flösku.

Okkar maður Jean Grivot er einn af nýju súperstjörnunum í Búrgúnd að mati Clive Coates eða eins og Clive segir: „Etienne Grivot is one of my favourite winemakers in Burgundy, and one of the most thoughtful. […] [T]he star of the cave is the Richebourg, a wine of remarkable beauty, intensity, and ravishing fruit. There is nothing obvious or clumsy here, just sheer breed.“

Eins og sjá má á myndinni þá elskar Grivot berin sín.

Fyrir utan Grivot eru hinir 16 (fyrstu fimm eru þeir upprunalegu): Comtes Lafon, Leroy, Romanée-Conti, Armand Rousseau, De Vogüé, Denis Bachelet, Sylvain Cathiard, Anne Gros, Michel Gros, Bonneau du Martray, Michel Lafarge, D’Auvenay, Guy Roulot, Louis Carillon, Leflaive og Ramonet.

Nánari upplýsingar um þessa framleiðendur og aðra er að finna í bók Clive Coates, The Wines of Burgundy, sem er nýkomin út.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, decanter, frakkland, grivot

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s