Monthly Archives: maí 2008

Vín mánaðarins í Gestgjafanum: Chateau de Flaugergues 2006

.

Alltaf mikil ánægja á þessum bæ þegar að Gestgjafinn fjallar vel um vínin okkar.

Sérstaklega ef því fylgir heiðursnafnbót eins og sú sem Chateau de Flaugergues 2006 fær í nýjasta tölublaði, grillblaðinu:

— Vín mánaðarins —

Þeim Dominique og Eymari finnst Chateau de Flaugergues 2006 „þétt og ávataríkt vín“ og „mjög góð kaup líka“, enda vínið ennþá á gamla verðinu 1.790 kr.

Chateau de Flaugergues 20064 glös Vín mánaðarins
Chateau de Flaugergues 2006 er fallur herragarður, skrautvilla sem staðsett er í úthverfum Montpellier og eru þrúgurnar í þessu víni hinar klassísku grenache, syrah og mourvedre, sem sagt GSM-blanda. Víninu hefur gengið vel í Vínbúðunum og skal það engan undra því að hér er hörkuvín á ferðinni. Opinn ilmur af nammikenndum ávexti grenache-þrúgunnar ásamt kryddi, tóbaki og sveit. Í munni er það virkilega ávaxtaríkt með mátulegt tannín og með fallega byggingu ásamt mikilli fyllingu. Jafnvægið er til fyrirmyndar og endar vínið á leðurkrydd- og kirsuberjatónum. Alltaf jafn ánægjulegt að smakka þetta vín. Drekkið það með léttri, jurtakryddaðri villibráð með berjameðlæti. Mjög góð kaup líka. Verð 1.790 kr.
Okkar álit: Þétt og ávaxtaríkt vín sem er vel gert og má alveg geyma í nokkra mánuði eða þá umhella því.“ (Gestgjafinn 7. tbl. 2008)

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, flaugergues, Gestgjafinn

Vínkeðjan: Þórdís bloggar um Grecante

Góðan daginn.

Hún Þórdís íslenskufræðingur hélt áfram með vínkeðjuna okkar og fjallaði um hvítvínið Grecante frá Arnaldo Caprai.

Lestu hvað hún segir um Grecante

Þórdísi fannst vínið „ilma dásamlega í glasinu“ og „frískandi, þurrt og mjög bragðgott“ en elskhuginn fann að auki „exótíska ávexti og gott eftirbragð“.

Þar hitta þau naglann þráðbeint á höfuðið að okkar mati.

Bitra internetmamman Unnur hefur tekið áskoruninni um að halda vínkeðjunni áfram.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Kökukonsert á Kjarvalsstöðum 21. maí kl. 20.00

Staður: Kjarvalsstaðir
Hvenær: 21. maí kl. 20.00
Miðaverð: 2.500 kr.

Þegar söngkonan Hallveig Rúnarsdóttir hringdi í mig til að athuga hvort við vildum taka þátt í Kökukonserti þá stóð ekki á svari enda skemmtilega uppákoma á ferðinni með einvalaliði listamanna og sjálfum Hafliða súkkulaðisnilling í Mosfellsbakaríi.

Við ætlum sem sagt að vera með þrátt fyrir að ég fái ekki að syngja kattardúettinn í þetta skiptið. Kannsi næst.

En við ætlum að sjá um vínið og verða það þrjár tegundir sem tónleikagestir fá að smakka sem borin verða fram með þremur réttum frá Hafliða. Þema tónleikanna er vetur, vor og sumar og munu réttirnir, vínin og söngprógrammið miðast við það — þrjár árstíðir, þrír réttir og þrjú vín.

Fyrir utan Hallveigu munu söngkonan Margrét Sigurðardóttir stíga á svið auk annarra listamanna sem munu leika á hljóðfæri og fremja gjörninga.

Miðinn kostar sem fyrr segir 2.500 kr. og er hægt að kaupa í 12 tónum eða með því að senda okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, tónlist, vínsmökkun

Þrír góðir úr ítalska riðlinum til umfjöllunar í Wine Spectator

.

Þá að gagnrýni.

Bloggarinn keypti sér apríl-hefti Wine Specator til að glöggva sig betur á einkunnum sem nokkur góð vín voru að fá.

Eins og alltaf er hann ánægður þegar tímaritið er sammála hans góðu skoðunum en skilur ekkert í þessum bjánum ef einkunnir eru ekki eins háar og hann veit að þær eiga að vera.

Í þetta skipti beri lítið í milli. Þrír framleiðendur úr ítalska riðlinum okkar eru til umfjöllunar, Dal Forno Romano, Arnaldo Caprai og Umani Ronchi.

„Umani Ronchi Verdicchio dei Castelli di Jesi Vecchie Vigne 200590
Subtle apple and light orange character on the nose leads to a full body, with loads of fruit and an oily yet fresh finish. This is powerful, with lots of character from these old vines. Drink now.

Umani Ronchi Verdicchio dei Castelli di Jesi Casal di Serra 200688
A dense white, with lots of pineapple and citrus fruit character on the nose and palate. Full and rich. Turns to mineral and dried fruit on the aftertaste. Drink now.

Arnaldo Caprai Grecante 200687
Bright and fruity, with lemon, mineral and honey character that follows through to a medium- to full-bodied palate, with tangy acidiy and a fresh finish. Drink now.

Romano Dal Forno Amarone della Valpolicella 200292
Shows aromas of leather, smoked ham, prune, tarry mineral and dried flowers. An amazing panoply for a 2002, which was a weak vintage. Full-bodied, with velvety tanins and a long, intense, peppery finish. Given the difficulties of the vintage, this is a fine effort by Dal Forno. Drink now through 2016.

Romano Dal Forno Veneto Passito Vigna Seré 200394
Has an enticing nose, with prune, tar, espresso and dried nuts. Full- to medium-bodied, with good supportive tanins that turn chewy on the finish and lots of dark chocolate and mocha that linger at the end. This will be worth the wait. Superintense and layered. Like a baby vintage Port. A new passito wine from Dal Forno. Best after 2009.

Romano Dal Forno Valpolicella Superiore 2003 93
A big, burly red, with lots of charred oak and smoky bacon character coloring the rich, ripe crushed bery fruit. Hints of flowers and black cardamom add to the complexity. Full-bodied, with well-poised, velvety tanins that capture the flavors and drive them through the long finish. Needs cellaring, but this is fabulous now too. Best after 2010.“ (Wine Spectator, apríl 2008)

 

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Vínað í London með TimeOut

Breska TimeOut-útgáfan er með fínar leiðbeiningar á vefsíðu sinni um það hvernig megi ná sem bestu víni út úr Lundúnum.

Þeir taka saman flóru af vínbörum, vínbúðum og veitingastöðum sem þeim finnst heimsóknar verðir og hafa merkt staðina inn á landakort.

Bloggarinn hefur einhverja reynslu í að labba á milli vínbúða í London og mælir með leigubíl.

Færðu inn athugasemd

Filed under london, vínbar, vínbúð, veitingastaðir

Gestablogg: Veröld Soffíu

Soffía skrifar frá Kaupmannahöfn.

Eftir að hafa búið hér í Kaupmannahöfn í 4 mánuði ákvað ég að taka saman alla veitingastaði og kaffihús sem ég hef heimsótt á þessum tíma. Listinn var orðinn ansi langur, svo ég ákvað að setja þessa þekkingu mína á netið, og deila með þeim sem eiga leið um Köben og eru í leit að góðum stöðum í mat og drykk. Hér ætla ég að nefna þá 5 staði sem mér finnst þess virði að kíkja á.

Bibendum er mjög sætur tapas bar. Maturinn er virkilega góður. Þetta er einnig vínbar og vínseðillinn er mjög flottur. Á heimasíðunni þeirra er hægt að skoða vínseðilinn.

Salon, kaffihús á Skt Peders Stræde. Þeir eru með bestu og fallegustu samlokurnar í bænum. Ég mæli með samloku sem nefnist King. Eldhúsið er á við fataskáp og maturinn frá þessu eflaust minnsta eldhúsi bæjarins er mjög góður. Stólar og borð eru fengin héðan og þaðan, og eru ansi sjúskuð, en þetta er mjög kósí. Staðurinn er mest sóttur af fólki á aldrinum 20-30 ára.
 
Era Ora. Þetta er ítalskur staður, með eina michelin stjörnu, og stendur alveg undir væntingum. Þetta er líka einn dýrasti staðurinn í kaupmannahöfn (við borguðum 4000 dkr fyrir 2 með vínum) en þess virði að kíkja ef maður vill gera sér verulega góðan dag. Matseðillinn samanstendur af 14-17 réttum, sem eru frekar litlir þannig að maður hefur pláss fyrir þá alla. 

Það eru held ég um 11 michelin stjörnu staðir í kaupmannahöfn, og því af nógu að taka, ég mæli með að fólk skoði matseðla og verð á netinu. Noma var að fá sína aðra stjörnu, og ég hef heyrt góða hluti um þann stað.

Wagamama er tælenskur staður staðsettur við Tívolíið, og inngangur bæði þaðan og frá götunni. Innréttingarnar eru hráar en virka vel.  Matarskammtar eru vel út látnir, og mjög góðir. Ég mæli með nr 41,44 og 49.  Hvítvínið Stravento bianco er mjög fínt og á góður verði, flaskan 149 kr. Ég hef alltaf fengið topp þjónustu á Wagamama. Matseðilinn má finna á netinu, bæði á dönsku og ensku.

Við Axeltorv er að finna ítalskan veitingarstað, Il peccato sem er með bestu pizzurnar í Köben. Þær eru eldbakaðar og mjög ítalskar. Ég mæli með Diavola, og fá svo extra disk af ferskum chili. Pizzurnar eru stórar, og ég og maðurinn minn deilum alltaf einni. Hvítvín og rauðvín hússins er mjög fínt.

Einnig gæti ég nefnt Lele na hang, Stick´s and sushi á Nanensgade, Il senso, Ricemarket og The de mente. En um þá staði má lesa betur á blogginu mínu

Við þökkum myndlistarmanninum Soffíu fyrir innslagið og bendum á að lesa má frekar um hernig gestabloggið virkar hér.

Færðu inn athugasemd

Filed under gestablogg, kaupmannahöfn, veitingastaðir

Vínkeðjan: Hr. Vídalín bloggar um Montefalco

Sá nafngóði maður Arngrímur Vídalín bloggar um rauðvínið okkar Montefalco.

Hann prófaði það bæði kælt og við stofuhita, með mat og án.

Það vakti með honum fortíðarþrá og varð til þess að hann kveikti á kertum og sá furðulegar, nostalgískar sýnir.

Lestu allt um reynslu Arngríms af Montefalco

Hann skorar á Þórdísi sem hefur fúslega tekið áskoruninni um að halda keðjunni áfram.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan