Alltaf mikil ánægja á þessum bæ þegar að Gestgjafinn fjallar vel um vínin okkar.
Sérstaklega ef því fylgir heiðursnafnbót eins og sú sem Chateau de Flaugergues 2006 fær í nýjasta tölublaði, grillblaðinu:
— Vín mánaðarins —
Þeim Dominique og Eymari finnst Chateau de Flaugergues 2006 „þétt og ávataríkt vín“ og „mjög góð kaup líka“, enda vínið ennþá á gamla verðinu 1.790 kr.
„Chateau de Flaugergues 2006 — 4 glös Vín mánaðarins
Chateau de Flaugergues 2006 er fallur herragarður, skrautvilla sem staðsett er í úthverfum Montpellier og eru þrúgurnar í þessu víni hinar klassísku grenache, syrah og mourvedre, sem sagt GSM-blanda. Víninu hefur gengið vel í Vínbúðunum og skal það engan undra því að hér er hörkuvín á ferðinni. Opinn ilmur af nammikenndum ávexti grenache-þrúgunnar ásamt kryddi, tóbaki og sveit. Í munni er það virkilega ávaxtaríkt með mátulegt tannín og með fallega byggingu ásamt mikilli fyllingu. Jafnvægið er til fyrirmyndar og endar vínið á leðurkrydd- og kirsuberjatónum. Alltaf jafn ánægjulegt að smakka þetta vín. Drekkið það með léttri, jurtakryddaðri villibráð með berjameðlæti. Mjög góð kaup líka. Verð 1.790 kr.
Okkar álit: Þétt og ávaxtaríkt vín sem er vel gert og má alveg geyma í nokkra mánuði eða þá umhella því.“ (Gestgjafinn 7. tbl. 2008)