Kökukonsert á Kjarvalsstöðum 21. maí kl. 20.00

Staður: Kjarvalsstaðir
Hvenær: 21. maí kl. 20.00
Miðaverð: 2.500 kr.

Þegar söngkonan Hallveig Rúnarsdóttir hringdi í mig til að athuga hvort við vildum taka þátt í Kökukonserti þá stóð ekki á svari enda skemmtilega uppákoma á ferðinni með einvalaliði listamanna og sjálfum Hafliða súkkulaðisnilling í Mosfellsbakaríi.

Við ætlum sem sagt að vera með þrátt fyrir að ég fái ekki að syngja kattardúettinn í þetta skiptið. Kannsi næst.

En við ætlum að sjá um vínið og verða það þrjár tegundir sem tónleikagestir fá að smakka sem borin verða fram með þremur réttum frá Hafliða. Þema tónleikanna er vetur, vor og sumar og munu réttirnir, vínin og söngprógrammið miðast við það — þrjár árstíðir, þrír réttir og þrjú vín.

Fyrir utan Hallveigu munu söngkonan Margrét Sigurðardóttir stíga á svið auk annarra listamanna sem munu leika á hljóðfæri og fremja gjörninga.

Miðinn kostar sem fyrr segir 2.500 kr. og er hægt að kaupa í 12 tónum eða með því að senda okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, tónlist, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s