Cannubi Boschis 2003 rannsakaður (drukkinn)

.

Það er ekki oft sem hér fjúka tappar af vínum eins og Barolo Cannubi Boschis frá Luciano Sandrone. Í fyrsta lagi er það dýrt og í öðru lagi er upplagið svo lítið að maður hugsar sig tvisvar um áður en ákvörðun er tekin um að rannsaka eina flösku aðeins nánar. Svo er ekki alltaf tilefni eða stemning fyrir slíkum ofurvínum og ódýrari kostur og léttari meira viðeigandi. En, það er einmitt tækifærið til að njóta slíkra gæðavína öðru hvoru sem gerir vínreksturinn skemmtilegri og meira gefandi. Svona vín er tilefni út af fyrir sig.

Í gær hringdi ég í Rakel og spurði hvort hún væri ekki til í eitthvað virkilega gott vín, rautt eða hvítt, og var svarið eitthvað á þessa leið: „rautt og bragðmikið“. Fyrir valinu varð Barolo Cannubi Boschis 2003.

Aðeins 18 flöskur af 2003 árgangi komu til landsins og er helmingur farinn á 7.900 kr. per flösku. Við Rakel smökkuðum 2003 árganginn síðast fyrir rúmu ári siðan, þegar við heimsóttum framleiðandann á Vinitaly vínsýningunni. Það sem er skemmtilegt við vín frá svæðinu (Barolo er í Piemonte) er hversu mikill munur getur verið á milli árganga. 2003 var mjög heitt ár og þurrt. Að jafnaði eru slík skilyrði all góð en í þetta sinn voru aðstæður óvenju ýktar og þar af leiðandi mjög erfiðar. Mörg vínanna urðu of þroskuð, sæt, jafnvel væmin og skortir sýru og ferskleika sem er nauðsynlegur hverju góðu víni. Í slíkum árgangi skiptir meira máli en venjulega að kaupa vín frá framleiðanda sem maður þekkir eða er þekktur af sínu góða orðspori.

Luciano Sandrone er einmitt slíkur framleiðandi.

2003 Barolo Cannubi Boschis er glæsilegt Barolo. Hiti árgangsins er vart finnanlegur fyrir utan sæta en daufa tóna í bakgrunni af sveskjum og apríkósum og því að vínið er óvenju bragðmikið og öflugt í þessum árgangi. Ilmurinn er sláandi og breiðir úr sér eins og persneskt teppi. Þar fundum við dæmigerða Barolo-angan af rósum, trufflum, massífum steinefnum, sætri myntu og grænni papriku og þennan ágenga en undarlega heillandi ilm sem við vitum ekki hvað við eigum að kalla en gengur þangað til undir nafninu „lím-ilmur“ (Uhu sagði Rakel). Allt vínið er mikið og stórt um sig, fyllir vitinn frá ilmi til bragðs og eftirbragðið langt.

Með betri vínum sem hafa farið inn fyrir þessar varir.

Árið 2002 var ekkert Cannubi Boschis framleitt, þá voru skilyrðin enn erfiðari – ekki vegna hita heldur rigningar og kulda. 2004 smökkuðum við í vor og kemur það til landsins í haust. Þar er á ferðinni einhver besti árgangur á þessu svæði þar sem fágun er áberandi.

Lestu um heimsókn okkar til Sandrone vorið 2005

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, luciano sandrone

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s