Block 6 toppar í Syrah/Shiraz áskorun

Við höfum áður minnst á vínsmakkanir EWS í New York hér á blogginu.

Nýlega stefndu EWS smakkarar saman vínum úr „Síras“ þrúgunni sem ýmist er kölluð Syrah á franska vísu eða Shiraz á t.d. ástralska vísu en sú þrúga er líklegast að verða vinsælasta rauðvínsþrúgan á eftir Cabernet Sauvignon eftir að kvikmyndin Sideways rústaði orðspori Merlot þrúgunnar. Í smakkinu voru eingöngu rómuð vín úr þrúgunni frá Frakklandi, Ástralíu, Kafliforníu og Ítalíu.

Það var gaman að sjá að Block 6 2004 frá Kay Brothers skaut öllum hinum ref fyrir rass og hlaut vel flest atkvæði sem besta vín vínsmökkunarinnar með 97 stig og komment eins og þetta hér segir allt sem segja þarf „Make no mistake, this first place wine rocked our world and was easily the best Kay Brothers “Block 6” we’ve ever encountered“.

Vínið er víst uppselt hjá okkur þar til nýr árgangur lítur dagsins ljós.

En hérna eru öll vínin frá því efsta til þess neðsta:

2004 Kay Brothers Shiraz “Block 6”
2004 Pax Syrah “Castelli-Knight Ranch”
2004 Shirvington Shiraz
2002 Kongsgaard Syrah “Hudson Vineyard”
2003 Cote Rotie “Les Rochains” (Patrick & Christophe Bonnefond)
2004 Sine Qua Non Syrah “Poker Face”
2004 Colgin Syrah “IX Estate”
2003 Cote Rotie “La Landonne” (René Rostaing)
2004 Clarendon Hills Syrah “Astralis”
2001 Le Macchiole  “Scrio”
2003 Cote Rotie “Chateau d’Ampuis” (Guigal)
2002 E & E Shiraz “Black Pepper”
2003 Cote Rotie “La Landonne” (Delas Freres)

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under dómar, kay brothers, vínsmökkun

2 responses to “Block 6 toppar í Syrah/Shiraz áskorun

  1. hildigunnur

    kannski orðspor Merlot hafi skaddast hjá snobbliðinu (okkur) en samkvæmt bróður mínum hefur salan á Merlotvínum stóraukist í BNA. Veit ekki meira…

  2. Allt sem fer niður kemur aftur upp… eða var það öfugt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s