Nýjustu viðbætur í bókahilluna

Mig hefur lengi langað í bók Búrgúndarsérfræðingsins Clive Coates The Wines of Burgundy en það sem stoppaði mig frá því að kaupa hana var að ég velti því fyrir mér hvort hún væri ekki nægilega ný af nálinni. Það hefur mikið gerst í Búrgúnd síðustu árin eins og víðast í vínheiminum.

Í vor kom hins vegar ný og uppfærð útgáfa af bókinni og ég sló strax til. Hann fjallar um alla framleiðendur í héraðinu og gefur þeim stjörnu sem standa upp úr, eina, tvær eða þrjár. Það eru ekki margir sem fá þrjár stjörnur en Domaine Jean Grivot er einn þeirra. Vincent Girardin gefur hann eina stjörnu en Lucien Le Moine ekki neina því eins og ég vissi fyrir er hann ekki par hrifinn af þeim litla lúxusframleiðanda og kallar vínin hans Kalíforníuleg. Gott og vel því fæstir sem ég veit um eru sammála honum hvað það snertir.

Bókina keypti ég á Amazon enda er úrval vínbóka ekki gott á Íslandi þótt finna megi eitt og annað. Í sömu sendingu var bókin The Science of Wine sem virkar við fyrstu sýn einkar góð og fræðileg bók um allt það er snertir vísindi vínframleiðslunnar en ég hef leitað eftir slíkri bók með meiri fræðilegri þekkingu en flestar vínbækur veita. Höfundurinn Jamie Goode heldur uppi einhverri vinsælustu vínsíðu Bretlandseyja The Wine Anorak.

Þriðja vínbókin í sendingunni var svo Passion on the Vine eftir Sergio Esposito sem er svona minningarbrot úr ferðalögum hins ítalsk-ættaða höfundar í föðurlandinu fagra en um hana frétti ég á vefpósti IWM vínbúðarinnar í New York sem Sergio á og rekur og selur eingöngu ítölsk vín. Hef aðeins kíkt í hana og lítur sömuleiðis vel út. Hún er svolítið í anda Adventures on the Wine Route eftir Kermit Lynch sem er án efa mín uppáhalds vínbók enda drepfyndin og persónuleg.

Sitt hvað fleira var í sendingunni eins og The 150 Healthiest Foods on Earth sem Rakel valdi og fjallar um eins og nafnið gefur til kynna hollustu finnanlegu hráefnin að mati höfundar og ný Valla bók fyrir litla manninn en þó aðallega nótur, píanó/söng-nótur af óperunum Rigoletto og Attila eftir Verdi og píanólög eftir óperutónskáldið og matgæðinginn Rossini sem vöktu áhuga minn en þau samdi höfundurinn á efri árum sínum löngu eftir að hafa hætt alfarið óperutónsmíðum þegar vín og matur áttu nánast hug hans allan.

Allt þetta á u.þ.b. 14.000 kr. með vsk sem er ekki slæmt og tók um viku í afgreiðslu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s