Dominique og Eymar heimsækja Arnaldo Caprai

Í lok maí fóru blaðamenn og vínspekúlantar Gestgjafans, mæðginin Dominique og Eymar, í heimsókn til Arnaldo Caprai sem er staðsettur í Úmbría-héraði Ítalíu.

Í nýjasta Gestgjafanum er blaðsíðu-grein um framleiðandann („Arnaldo Caprai – frumkvöðull og hugsjónamaður'“ bls. 75, 9. tbl. 2008) og í blaðinu þar á undan fjallaði Dominique um matar-markað í Perugia, höfuðborg Úmbría héraðsins.

Frekar verður fjallað um heimsóknina í næsta tölublaði Gestgjafans en ég ætla að taka mér það bessaleyfi og hafa það eftir blaðamönnum að þeir voru alsælir með móttökur framleiðandans, vín, mat og menningu héraðsins.

Ævintýri líkast heyrðist mér.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir blaðamenn heimsækja einn af okkar framleiðendum með svo markvissum hætti síðan við stofnuðum fyrirtækið og er það ekki síst að þakka metnaði framleiðandans til að bjóða blaðamenn svo velkomna og miklum áhuga þeirra mæðgina til þess að kynna sér nýja og spennandi hluti sem eru ekki á allra vörum hér á Íslandi.

Ekki ennþá.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, ferðalög, Gestgjafinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s