Monthly Archives: ágúst 2008

Vínkeðjan: Valinkunnur andans maður og húskerlingin Una smakka Anima Umbra

Vínkeðjan ferðast hratt á milli svarthola og valinkunna andans manna.

Hún er keðja fólksins, ekki fræðinganna.

Sá valinkunni andans maður Önundur „stakk nefinu langt ofan í stútinn“ á Anima Umbra sem er hættuleg iðja og Önundur heppinn að hafa ekki endað á slysó með nefið í stútnum.

Hafði hann meðal annars upp úr krafsinu angan af kanil og lakkrís.

Og hann varð ekki leiður á bragðinu þótt á botninn væri komið. Önundur gefur Anima Umbra að lokum 3 stjörnur af 4 mögulegum.

Takk.

Lestu allt bloggið hans Önundar um Anima Umbra

Önundur skorar á Óttar.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Fundinn!

Þegar við höldum vínsmakkanir erum við oft spurð að því hvernig við förum að því að finna framleiðendur okkar.

Eðlileg spurning í ljósi þess að framleiðendur eru svo margir – hvernig kemur maður auga á þá sem skipta máli?

Leiðirnar eru nokkrar en í flestum tilfellum kynnumst við framleiðendum okkar fyrst í gegnum lestur bóka, tímarita og vefsíðna. Þar eru greinar og dómar um framleiðendur og vín þeirra og oftar en ekki dúkkar sama nafnið upp á fleiri en einum stað með jákvæðum umsögnum. Stundum gerist það af tilviljun, stundum eftir markvissa rannsókn með ákveðið markmið í huga.

Við þetta má bæta að öðru hvoru fáum við góðar ábendingar frá öðrum vínunnendum og einstaka sinnum svörum við jákvætt tölvupósti frá framleiðanda sem hefur áhuga á að selja til Íslands en við fáum oft sendan tölvupóst, jafnvel frá þekktum framleiðendum.

Þegar búið er að sigta út góðan framleiðanda þarf að smakka vínin ef við höfum ekki þegar gert það við eitthvert tilefni, t.d. kynntumst við mörgum góðum framleiðendum þegar við áttum heima í Boston og síðar á Ítalíu. Við smökkum með því að fá send sýnishorn með hraðpósti (borgum tolla og vsk af þeim) eða heimsækjum framleiðendur á vínsýningum eða förum beint heim til þeirra.

Yfirleitt tekur ferlið marga mánuði, stundum nokkur ár. Við viljum vera viss.

Þá er vínið pantað, ekkert flóknara en það. Eimskip sækir og sendir, Vöruhótelið geymir við gott hitastig og þaðan fer varan í ÁTVR og á veitingastaði.

Færðu inn athugasemd

Filed under innflutningur

Rósavín með bein í nefinu

.

Nýja Sandhofer þríeykið samanstendur af þremur vínum með myndlist Kristínar Gunnlaugsdóttir, hvítvíni, rósavíni og rauðvíni.

Í síðasta Gestgjafa fékk hvítvínið Gruner Veltliner 2007 frá Hubert Sandhofer 4 glös og fín meðmæli (lestu dóminn).

Í nýjasta Gestgjafanum er röðin komin að rósavíninu, Rosando.

Það fær líka 4 glös en ég man ekki eftir að rósavín hafi nokkri sinni fengið hærri einkunn en 4 glös í Gestgjafanum.

Ég hamra stundum á því hvað rósavín séu misskilin vín vegna þess að reynsla fólks af rósavínum byggist yfirleitt á ódýrum, hálfsætum og frekar ómerkilegum rósavínum. Fólk áttar sig t.d. oft ekki á því hversu frábært gott rósavín getur verið með mat þar sem það gengur oft í hlutverk bæði hvítvína og rauðvína. Fiskur af flestu tagi steinliggur með Rosando, salöt og léttari kjöttegundir eins og kjúklingur og svínakjöt auk þess að það er þægilegt eitt og sér.

Rósavín eins og Rosando eru vín til daglegs brúks, ef góð þá oft einlæg, aðgengileg og fjölhæf í eldhúsinu.

En að dóminum:

Sandhofer Rosando 20064 glös
Enn og aftur erum við að smakka vín Íslandsvinarins Huberts Sandhofer. Í þetta sinn er það rósavín sem er gert úr Cabernet Sauvignon og Blaufrankisch og er útkoman ansi skemmtileg. Mjög aðlaðandi og ilmríkt. Vínið hefur ansi góða byggingu og hressandi ferskleika þegar smakkað er á því og þar er að finna sömu einkenni og í ilminum. Þéttur ávaxtakeimurinn sameinast vel við ferskleikann og er fyllingin það sem setur punktinn yfir i-ið. Drekkið með risarækjum, jafnvel í asískum stíl.
Okkar álit: Virkilega skemmtilegt rósavín með bein í nefinu. Matarvænt en gengur einnig eitt og sér. “ (- Gestgjafinn 11. tbl. 2008)

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, rósavín, sandhofer

Vínkeðjan: Anima Umbra lendir í svartholi Trausta

Vínkeðjan er á spretti þessa dagana.

Nú síðast lenti hún í svartholi Trausta Þorgeirssonar þar sem hvorki fleiri né færri en sjö „rýnar“ skoðuðu vínið en keðjan slapp þaðan aftur óslitin.

Önundur hefur tekið áskorun Trausta um að taka við keðjunni.

Gaman að því að sjá breiða skoðun á Anima Umbra í einu og sama blogginu en dómar Trausta og hinna rýnanna voru frá tveimur stjörnum (Rýnir #4: „Hef smakkað verra vín“) í fjórar stjörnur (Rýnir 6#: „Virkilega gott vín, siðmenning“) og var heildarniðurstaðan aðeins vitlausu megin við þrjár stjörnur en úttektinni var klikkt út með tölfræðilegu yfirliti yfir einkunnagjöf.

Lestu meira um ferðalag vínkeðjunnar í svartholið

Okkur þykir hins vegar mest vænt um sjálfa lokaniðurstöðuna sem byggðist ekki á tölum né stjörnum heldur einföldum hvatningarorðum: 

„Niðurstaða: Áfram Vínkeðja, áfram UMBRIA, áfram vín og matur, áfram rauðvín, áfram vínsmökkun.“

Áfram Ísland!

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Ísland í dag — viðtal við Hubert Sandhofer

Ísland í dag tók viðtal við Hubert Sandhofer í gær.

Hér má skoða viðtalið

Viðtalið var tekið daginn áður enda vorum við Hubert uppteknir við að gefa fólki að smakka vín á Vínbarnum þegar það fór í loftið í gær.

Smakkið gekk annars ljómandi vel, Vínbarinn fylltist af gestum og gangandi og ekki annað að segja en að góð stemning sé fyrir vínunum þremur sem komu á markað í sumar með myndlist eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.

Vínin hafa gengið vel í Vínbúðunum en þau fást sem stendur eingöngu í Kringlunni og Heiðrúnu.

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, sandhofer, vínbarinn, viðtal

Land der Berge, Land am Strome — vínkynning á Vínbarnum í dag

.

Hubert Sandhofer er mættur til landsins og getur ekki beðið eftir því að leyfa þér og öllum hinum að smakka vínin sín á Vínbarnum í dag kl. 17.00.

Vonandi hefur það ekki farið framhjá neinum að um er að ræða þrjú vín með myndlist eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur sem við, Hubert, Kristín og nokkrir góðir aðilar völdum í sameiningu snemma á vor-dögum.

Þar sem smökkunin á eftir er kynning en ekki námsskeið er ekki nauðsynlegt að koma á slaginu 17.00 heldur er hægt að detta inn hvenær sem er á milli 17.00 og 19.00 til að kynnast vínunum nánar.

Sem fyrr eru vínin þrjú: hvítvínið Grüner Veltliner 2007, rósavínið Rosando 2006 og rauðvínið St. Laurent Reserve 2006.

„Land der Berge, Land am Strome“hér má hlusta á þjóðsöng Austurríkis til að koma sér í stemninguna.

Og ef þú ert ekki búinn að sjá og hlusta á Hubert sjálfan lýsa verkefninu og víngerðinni má gera það hér.

Vínbarinn er á Kirkjutorgi 4, við hliðina á Dómkirkjunni. Við hlökkum til að sjá þig og endilega kipptu einhverjum með.

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, sandhofer, vínbarinn, vínsmökkun

Vín vikunnar — Torbreck Juveniles 2006

.

24 stundir fengu ekki alls fyrir löngu nýjan liðsmann til þess að fjalla um vín og er það hún Alba á VOX. Alba er snjöll og metnaðarfull og gaman að sjá hana í þessu aukahlutverki á dagblaðinu.

Vikulega birtir hún Vín vikunnar og hefur til dæmis Stump Jump hvítvínið hlotið þá nafnbót (sjá blogg). Hún mælir líka með hinum og þessum vínum, eða bjór, með uppskriftum sem birtar eru í dagblaðinu.

Þessa vikuna velur hún Juveniles 2006 frá Torbreck sem Vín vikunnar.

Torbreck Juveniles 2006Vín vikunnar
Aðlaðandi og opið í nefi, kröftugur ilmur af svörtum berjum, ferskum kryddjurtum, balsamik, leðri og steinefnum með vott af sætleika. Rúnnað í muni með áberandi skóbarberjasultu, hrásykri og tóbakslaufum. Þroskuð og feit tannín fylgja þéttri og tilkomumikilli fyllingu með safaríkum og heitum endi. 
Veigamikið rauðvín sem tilvalið er að para með lamba- og nautkjöti, grillmat eða hafa eitt og sér. Tilbúið til neyslu strax en má geyma í 6-7 ár.
Þrúgur: 60% Grenache, 20% Shiraz og 20% Mourvedre. Land: Ástralía. Hérað: Sourth Australia – Barossa. 2.394 kr. “ (24 Stundir 9. ágúst 2008) 

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, torbreck, vox

Matarvænt Grüner Veltliner 2007 í Gestgjafanum

Gestgjafinn fjallar um Grüner Veltliner 2007 í nýjasta tölublaðinu og gefur því flotta einkunn, 4 glös.

Í sama blaði er heilsíðugrein um Kristínu Gunnlaugsdóttur og Sandhofer-vínin (bls. 75) en það er einmitt myndlist Kristínar sem prýðir flöskurnar. Greinin klikkir skemtilega út með eftirfarandi setningu: „vínið er prýðilegt og greinilegt að hér eru á ferðinni tveir listamenn, hvor á sínu sviði.“

Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 17.00 verður kynning á Sandhofer vínunum á Vínbarnum.

Hubert Sandhofer Grüner Veltliner 2007 – 4 glös
Hubert Sandhofer er mikill Íslandsvinur og hefur sú vinátta m.a. skilað sér í íslenskri list á flöskumiðunum hans. Einnig var þetta vín þróað, að hluta til, í samvinnu við íslenska vínnörda. Hubert kom með nokkrar útgáfur af Grüner Veltliner, fékk álit nördana og van svo vínið eftir athugasemdum. Hér erum við með niðurstöðuna. Vínið er svolítið lokað til að byrja með en fljótlega brjótast út blómlegir tónar í bland við hvíta ávexti, s.s. perur, og einnig mild krydd. Einfaldur og mjög þægilegur ilmur. Frískleg áferð sem er samt sæmilega kraftmikil, miðað við þrúguna, og létt fylling. Góður ávöxutr, hvítur pipar og grösugir tónar. Ansi langt eftirbragð og gott jafnvægi. Ætti að svínvirka með salati með austurlenskum blæ.
Verð. 1.794 kr.
Okkar álit: Kraftmeira og þéttara en önnur Grüner Veltliner-vín sem við höfum smakkað. Matarvænt og vel gert! “ (- Gestgjafinn 10. tbl. 2008 bls. 74)

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, myndlist, sandhofer

Vinbudin.is

Talandi um nýjar vefsíður (sjá bloggið hér fyrir neðan).

Það er ástæða til þess að minnast á það að vínbúð allra landsmana, ÁTVR, er búin að opna nýjan vef og ástæða til þess að óska þeim til hamingju því hann er stílhreinn og flottur. Hvítur bakgrunnur, grátt letur og rauðar fyrirsagnir.

Hmmm…. kannast eitthvað við þá samsetningu.

Vefurinn hefur líka fengið nýtt nafn og heitir ekki lengur www.vinbud.is heldur www.vinbudin.is.

Svona til þess að taka af öll vafamæli um að það er aðeins ein vínbúð á íslandi.

Færðu inn athugasemd

Filed under vínbúðirnar, vefsíður

Nokkrir framleiðendur með nýjar vefsíður

Nokkrir af framleiðendunum okkar hafa verið að endurnýja vefsíðurnar sínar. Þær eru ansi flottar sumar og greinilegt að metnaður og tækni við hönnun vefsíða fer almennt fram.

Það er varla tilviljun að fjórir af fimm framleiðendum sem hafa nýlegast endurnýjað vefsíðurnar sínar eru einmitt í hópi þeirra stærstu sem við flytjum inn. Þeir geta einfaldlega sett meiri pening í verkefnið.

Á meðan eru vefsíður sumra ennþá frekar sveitalegar, sérstaklega hjá þeim smærri, og sumir hafa alls enga.

Fjórir Ítalír er með nýjar vefsíður, FalescoArnaldo Caprai, Umani Ronchi, og Montevetrano. Arnaldo Caprai er líklegast tæknilegast framleiðandinn okkar og er alltaf skrefi á undan öðrum á sviði markaðssetningar og ýmissa sniðugheita.

Nýjasta endurnýjunin gekk svo í garð í þessari viku hjá d’Arenberg í Ástralíu en eins og Arnaldo Caprai er d’Arenberg með skemmtilegar hugmyndir í ímyndarvinnu fyrirtækisins.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, d'arenberg, falesco, montevetrano, umani ronchi, vefsíður

Vínkeðjan – Helga Þórey bloggar um Anima Umbra

Helga Þórey fékk nýja rauðvínið frá Arnaldo Caprai, Anima Umra, og hefur nýlokið að fjalla um það á blogginu sínu.

Smakkfélaginn var enginn annar en móðir hennar, Anna Rós, og saman hafa þær varpað fram skemmtilegri lýsingu á víninu.

Eiginlega mun betri en mér hefði getað dottið í hug. Þær mæðgur finna þarna m.a. myntu, lakkrís og leður og finnst vínið bragðmikið.

Lestu hvað Helga Þórey og Anna Rós segja um rauðvínið Anima Umbra

Helga Þórey skorar á vin sinn Trausta til að taka við keflinu.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Beint frá býlinu um allt Ísland

.

Það er ekki langt síðan að samyrkjubú voru kjölfesta víngerðar í flestum héruðum Evrópu. Bændur voru þá bara ræktendur vínberja sem síðan voru seld í samyrkjubúin sem bjó til vínin.

Þá var greitt fyrir magn en ekki gæði.

Eftir að bændur fóru að framleiða sín eigin vín jukust gæðin til muna og þeir fengu meira fyrir sinn skerf. Þannig vissi neytandinn líka hver ræktaði vínið og hvaðan það nákvæmlega kom. Neytandinn gat leitað beint til þeirra sem framleiddu bestu vöruna.

Svipuð þróun virðist vera að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Bændur um allt land eru farnir að búa til vörur í þeirra eigin nafni og selja á staðnum eða jafnvel um allt land.

Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum landbúnaði.

Beint frá býli er samstarfsverkefni „bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.“ Það var stofnað í febrúar 2008. Á vefsíðunni má finna nánari upplýsingar um þá bændur sem eru aðilar að verkefninu.

Tilvalið að kippa slíkum lista með sér í ferðalagið og byggja matseldina á hráefni bóndans í nágrenninu eins og unnt er.

Við Rakel höfum ekki komist lengra en til Flúða það sem af er sumri en þar fengum við einhverja bestu íslensku tómata sem við höfum smakkað (næstum blóðrauðir að innan og bragðmiklir) og brokkolí sem var svo gott að það naut sín langbest eitt og sér, léttsoðið með smá salti.

Ýmsar góðar upplýsingar aðrar um íslenskan landbúnað má finna í Bændablaðinu,

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, matur