Beint frá býlinu um allt Ísland

.

Það er ekki langt síðan að samyrkjubú voru kjölfesta víngerðar í flestum héruðum Evrópu. Bændur voru þá bara ræktendur vínberja sem síðan voru seld í samyrkjubúin sem bjó til vínin.

Þá var greitt fyrir magn en ekki gæði.

Eftir að bændur fóru að framleiða sín eigin vín jukust gæðin til muna og þeir fengu meira fyrir sinn skerf. Þannig vissi neytandinn líka hver ræktaði vínið og hvaðan það nákvæmlega kom. Neytandinn gat leitað beint til þeirra sem framleiddu bestu vöruna.

Svipuð þróun virðist vera að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Bændur um allt land eru farnir að búa til vörur í þeirra eigin nafni og selja á staðnum eða jafnvel um allt land.

Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum landbúnaði.

Beint frá býli er samstarfsverkefni „bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.“ Það var stofnað í febrúar 2008. Á vefsíðunni má finna nánari upplýsingar um þá bændur sem eru aðilar að verkefninu.

Tilvalið að kippa slíkum lista með sér í ferðalagið og byggja matseldina á hráefni bóndans í nágrenninu eins og unnt er.

Við Rakel höfum ekki komist lengra en til Flúða það sem af er sumri en þar fengum við einhverja bestu íslensku tómata sem við höfum smakkað (næstum blóðrauðir að innan og bragðmiklir) og brokkolí sem var svo gott að það naut sín langbest eitt og sér, léttsoðið með smá salti.

Ýmsar góðar upplýsingar aðrar um íslenskan landbúnað má finna í Bændablaðinu,

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s