Matarvænt Grüner Veltliner 2007 í Gestgjafanum

Gestgjafinn fjallar um Grüner Veltliner 2007 í nýjasta tölublaðinu og gefur því flotta einkunn, 4 glös.

Í sama blaði er heilsíðugrein um Kristínu Gunnlaugsdóttur og Sandhofer-vínin (bls. 75) en það er einmitt myndlist Kristínar sem prýðir flöskurnar. Greinin klikkir skemtilega út með eftirfarandi setningu: „vínið er prýðilegt og greinilegt að hér eru á ferðinni tveir listamenn, hvor á sínu sviði.“

Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 17.00 verður kynning á Sandhofer vínunum á Vínbarnum.

Hubert Sandhofer Grüner Veltliner 2007 – 4 glös
Hubert Sandhofer er mikill Íslandsvinur og hefur sú vinátta m.a. skilað sér í íslenskri list á flöskumiðunum hans. Einnig var þetta vín þróað, að hluta til, í samvinnu við íslenska vínnörda. Hubert kom með nokkrar útgáfur af Grüner Veltliner, fékk álit nördana og van svo vínið eftir athugasemdum. Hér erum við með niðurstöðuna. Vínið er svolítið lokað til að byrja með en fljótlega brjótast út blómlegir tónar í bland við hvíta ávexti, s.s. perur, og einnig mild krydd. Einfaldur og mjög þægilegur ilmur. Frískleg áferð sem er samt sæmilega kraftmikil, miðað við þrúguna, og létt fylling. Góður ávöxutr, hvítur pipar og grösugir tónar. Ansi langt eftirbragð og gott jafnvægi. Ætti að svínvirka með salati með austurlenskum blæ.
Verð. 1.794 kr.
Okkar álit: Kraftmeira og þéttara en önnur Grüner Veltliner-vín sem við höfum smakkað. Matarvænt og vel gert! “ (- Gestgjafinn 10. tbl. 2008 bls. 74)
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, myndlist, sandhofer

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s