Rósavín með bein í nefinu

.

Nýja Sandhofer þríeykið samanstendur af þremur vínum með myndlist Kristínar Gunnlaugsdóttir, hvítvíni, rósavíni og rauðvíni.

Í síðasta Gestgjafa fékk hvítvínið Gruner Veltliner 2007 frá Hubert Sandhofer 4 glös og fín meðmæli (lestu dóminn).

Í nýjasta Gestgjafanum er röðin komin að rósavíninu, Rosando.

Það fær líka 4 glös en ég man ekki eftir að rósavín hafi nokkri sinni fengið hærri einkunn en 4 glös í Gestgjafanum.

Ég hamra stundum á því hvað rósavín séu misskilin vín vegna þess að reynsla fólks af rósavínum byggist yfirleitt á ódýrum, hálfsætum og frekar ómerkilegum rósavínum. Fólk áttar sig t.d. oft ekki á því hversu frábært gott rósavín getur verið með mat þar sem það gengur oft í hlutverk bæði hvítvína og rauðvína. Fiskur af flestu tagi steinliggur með Rosando, salöt og léttari kjöttegundir eins og kjúklingur og svínakjöt auk þess að það er þægilegt eitt og sér.

Rósavín eins og Rosando eru vín til daglegs brúks, ef góð þá oft einlæg, aðgengileg og fjölhæf í eldhúsinu.

En að dóminum:

Sandhofer Rosando 20064 glös
Enn og aftur erum við að smakka vín Íslandsvinarins Huberts Sandhofer. Í þetta sinn er það rósavín sem er gert úr Cabernet Sauvignon og Blaufrankisch og er útkoman ansi skemmtileg. Mjög aðlaðandi og ilmríkt. Vínið hefur ansi góða byggingu og hressandi ferskleika þegar smakkað er á því og þar er að finna sömu einkenni og í ilminum. Þéttur ávaxtakeimurinn sameinast vel við ferskleikann og er fyllingin það sem setur punktinn yfir i-ið. Drekkið með risarækjum, jafnvel í asískum stíl.
Okkar álit: Virkilega skemmtilegt rósavín með bein í nefinu. Matarvænt en gengur einnig eitt og sér. “ (- Gestgjafinn 11. tbl. 2008)
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, rósavín, sandhofer

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s