Tvær Girardin í valnum – í þágu vísinda

Innan skamms rennum við Rakel til Búrgúndar að kíkja á framleiðendur. Ætlum líka sunnar á bóginn til Provance og Languedoc. Hektísk ferð en spennandi sem verður útlistuð nánar hér síðar.

Til að koma okkur í stemninguna fengu tveir tappar að fjúka í kvöld, báðir af flöskum frá Vincent Girardin.

Chassagne Montrachet 1er Cru Le Cailleret 2005 er dásamlegt hvítvín, meira verður ekki um það sagt. Nema kannski eitthvað almennt eins og að vínið er fágað umfram allt, þétt fyrir í kjarnanum – ekki ilmsprengja en því mun flóknara og heillandi á yfirborðinu. Eigum ennþá 12 flöskur af því held ég en mér muni ekkert leiðast að eiga þær út af fyrir okkur. Einfaldur humar var borðaður með víninu og er eiginlega ekkert betra en humar eða annar feitur, hvítur fiskur með svona góðu Chardonnay.

Í rauðu deildinni var lítið eftir en fyrri árgangar 2004 og 2005 voru uppseldir fyrir utan stakt gler hér og þar. Ætlaði varla að tíma því en kippti upp einni 2005 Corton Bressandes.

Maður verður nú að skoða þessi vín öðru hvoru (í þágu vísinda)!

Erfitt samt þegar það eru bara eftir tvær rauðar af 2005 árgangi frá Girardin, tvær frá Grivot og eitthvað svipað frá Le Moine.

Corton Bressandes 2005 frá Girardin er þétt fyrir með krydduðum keimi enda snúast vínin frá þessu svæði ekki um elegans heldur frekar dýrsleg, ef hægt er að alhæfa (sem er aldrei hægt). Mjög ilmríkt, ilmurinn beinn heldur en breiður, sýruríkt og flott. Þetta er mjög matarvænt vín.

„Var“ matarvænt vín er réttara að segja því þetta er síðasta flaskan af þessu ágæta mjöð – amk. hérna megin (norðan) við Suðurlandsbrautina.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, frakkland, vincent girardin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s