Útsala, útsala!

HIn árlega rauðvínsútsala er komin í gang og í fyrsta skipti notum við nýtt innkaupakerfi sem gerir fólki kleyft að panta á netinu.

Þú pantar vínið með því að nýta þér kerfið okkar en sækir að sjálfsögðu sem fyrr í Vínbúðirnar.

Þessi fítus hefur verið í bígerð lengi og er þetta fyrsta skrefið í þá átt að bjóða til sérpöntunar ýmis vín, smakkpakka og þvíumlíkt sem fasta liði á vefnum okkar.

Þetta er í raun einfalt kerfi; þú hakar við þau vín sem þú hefur áhuga á, gefur upp nafn, netfang, kennitölu og síma og velur jafnframt í hvaða Vínbúð þú vilt sækja pöntunina þegar hún er tilbúin. Þegar því er lokið sendir þú pöntunina og þá fer hún beina leið, í þínu nafni og með þínu netfangi, til ÁTVR sem staðfestir móttöku pöntunar með því að svara þér tölvupóstinum og lætur síðan vita þegar hún er tilbúin til að vera sótt.

Einfalt er það ekki?

En að útsöluvínunum. Þau eru 8 talsins, allt rauðvín. Lágmarkspöntun er 12 flöskur sem má velja og blanda að vild en ef teknar eru 12 flöskur eða meira af sömu sort þá er veittur 5% aukaafsláttur af útsöluverði þeirrar sortar.

Smelltu hér til að fara inn á útsölusíðuna

Við þökkum þau góðu viðbrögð sem útsalan hefur þegar vakið og vonum að vínin veki lukku hjá þér og þínum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala, tilboð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s