Lambrusco frá Lini — Bestu kaupin í Gestgjafanum

.

Við vissum það en við vorum ekki viss um að Gestgjafinn myndi vita það.

 

Vita hvað?

Lambrusco frá Lini væri ekki eins og flest þau vín sem Íslendingar hafa fengið að kynnast undir heitinu „lambrusco“ heldur eitthvað annað og meira. Þurrt, vel freyðandi og berjaríkt — alveg eins og gott, hefðbundið (þ.e.a.s. samkvæmt upprunalegu hefðinni) lambrusco á að vera, framleitt af bónda en ekki verksmiðju.

Jú annars, við hefðum átt að vita að Gestgjafinn myndi vita það því rýnar blaðsins fjalla um vín af smekkvísi og með opnun hug. Lambrusco frá Lini er valið þar Bestu kaupin og fær 4 glös.

Ég hef ekki gert könnun en það kæmi mér ekki á óvart að ofar hefði lambrusco ekki lent fyrr í einkunnaskala tímaritsins.

Síðan Lambrusco frá Lini kom til landsins í sumar hefur það hlotið þann „vafasama“ titil að vera mest drukkna vínið á okkar bæ. Við drekkum það skv. hefðinni með lasagna, tortellini, bolognese og þess háttar og að sjálfsögðu með parmaskinku eða heimlagaðri föstudagspizzu en okkur líst líka vel á meðmæli Gestgjafans; kálfakjötsrétt eða súkkulaðiköku.

Lini 910 Lambrusco Scuro — 4 glös Bestu kaupin
Það hafa eflaust margir smakkað Lambrusco og sumir drukkið ótæpilega af því. Fæstir hafa þó smakkað alvöru-Lambrusco, þar á meðal ég sjálfur, þar til núna. Mynd flestra af drykknum er sætur, hálffreyðandi rauðvínsvökvi en hér erum við að ræða um skraufþurrt rauðvín með mikinn ávöxt og fínlegar loftbólur, gert með „méthode champagnoise“, þ.e.a.s. þar sem seinni gerjun fer fram í flöskunni. Vínið er með opinn og ferskan kræki-, kirsu-, og bláberjailm ásamt tóbaki, kryddi og leðri. Í munni er það ferskt, hálffreyðandi og með vott af tanníni. Mikill ávöxtur, létt krydd, góð lengd og flottur karakter er í þessu víni. Matarvænt og má prófa með parmaskinku, kálfkjötspottréttum eða súkkulaðiköku, í tilraunaskyni!.
Verð 1.695 kr.
Okkar álit: Enn einu sinni fá fordómar að fjúka út um gluggann. Alvöru-Lambrusco sem er nauðsynlegt fyrir hvaða áhugamann sem er að smakka. Enn ein perlan frá Vín og Mat sem á hrós skilið fyrir að bjóða okkur upp á vín eins og þetta.“  (- Gestgjafinn 13. tbl. 2008)
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, lini

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s