Vín í vanda

Það hefur ekki farið framhjá neinum að innflutningur til Íslands liggur gott sem niðri.

Við erum ágætlega birg af þeim vínum sem fást í Vínbúðunum þessa stundina en þetta kemur hugsanlega til með að hafa áhrif á innkomu nýju vínanna sem sérfræðingar Vínbúðanna völdu nýlega í svokallaðan Sérflokk. Vín og matur fékk þar tæplega 20 fulltrúa sem fæstir hafa fengist áður í Vínbúðunum.

Sérflokkur er flokkur vína í Vínbúðunum sem byggist á smakki sérfræðinganna og er ætlað að gera vínum kleyft að fást í Vínbúðunum sem annars ættu erfitt uppdráttar. Þ.e.a.s. flokkurinn bætir upp og breikkar flóruna með vínum frá t.d. sjaldgæfari vínræktarsvæðum eða úr ákveðnum þrúgum, lífrænum vínum, dýrari vínum o.s.frv.

Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem fæst einmitt talsvert við slík vín þá er Sérflokkurinn mikilvæg og góð leið til að tryggja okkar vínum betri sess í hillum Vínbúðanna en ella, bæði með tilliti til fjölda tegunda og dreifingar því sérflokksvínum er dreift í margar Vínbúðir.

Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt undanfarið en veikt og því höfum við haldið að okkur höndum með von um að það styrktist en svo virðist ekki ætla að gerast í bráð. Sérflokksvínin eru því enn í biðstöðu en við lifum í voninni að einhver þeirra a.m.k. verði fáanleg fyrir jól. Hvort maður fær svo að kaupa gjaldeyri til að flytja þau inn yfir höfuð höfum við ekki hugmynd um því ekki hefur reynt á það ennþá síðan núverandi ástand skapaðast.

En það verður til vín, já, já, það verður til vín.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under innflutningur, vangaveltur, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s