Flest okkar vín á óbreyttum verðum fram yfir jól

Við fengum margar hringingar á föstudaginn varðandi þá miklu hækkun 1. nóvember í Vínbúðunum sem fólk taldi að myndi gerast og hafði farið eins og eldur um sinu um samfélagið.

25% héldu flestir að hækkunin myndi verða og einn hafði heyrt 50%.

Þetta var mikill miskilningur því þótt mörg vín hafi hækkað í Vínbúðum þessi mánaðarmót var hækkunin ekki nema um 5% að meðaltali þegar uppi var staðið og var það ekki ÁTVR sem lagði hana á heldur vínheildsalar sem hafa þurft að glíma við lækkandi krónu undanfarið eins og aðrir sem flytja inn vöru.

Okkar vín stóðu hins vegar í stað fyrir utan eitt sem hækkaði nýlega um nokkur prósent og stefnir í að við þurfum ekki að hækka neitt einasta vín fram yfir jól, hvað gerist á nýju ári veltur á stöðu krónunnar að sjálfsögðu. Góðkunningjar frá Caprai, d’Arenberg, Fontodi, Sandhofer, Falesco og fleirum verða áfram á óbreyttu verði.

Skál fyrir því!

Nýju sérflokksvínin sem við erum enn með í biðstöðu varðandi innflutning munu hins vegar verða dýrari á endanum heldur en reiknað var með miðað við núverandi gengi en þar sem við höfum ekki keypt þau ennþá er ómögulegt að spá hvert lokaverðið verður eða hvort þau komi landsins yfir höfuð (sjá eldra blogg). Þessi nýju sérflokksvín hafa verið skráð á vefsíðu Vínbúðanna en þau verð byggjast á tilboðum sem gerð voru í ágúst þegar gengi var allt annað og því varla marktæk í stöðunni eins og hún er nú. Það er einfaldlega sú staðreynd sem blasir við.

Færðu inn athugasemd

Filed under innflutningur, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s