Tvö snertimörk í Gestgjafanum – The Footbolt og St. Laurent Reserve

Mitt í önnum og jafnvel almennri bloggleti gleymdist að færa það til bókar að rauðvínið St. Laurent Reserve 2006 frá Hubert Sandhofer hlaut hina eftirsóttu viðurkenningu Vín mánaðarins í nýlegum Gestgjafa.

Snertimark!

Þetta kórónar frábæra útkomu Sandhofer vínanna þriggja með íslenska flöskumiðanum því hvítvínið Gruner Veltliner 2007 og rósavínið Rosando 2006 höfðu áður fengið 4 glös af fimm í Gestgjafanum.

Þeim mæðginum Dominique og Eymari finnst St. Laurent Reserve 2006 „líkjast pinot noir grunsamlega mikið“ sem er ekki undarlegt því ilmur vínsins og ekki síst fáguð áferðin minnir á þá sómaþrúgu.

Síðan þessi góðí dómur birtist hafa ekki liðið nema tvö tölublöð þar til að vín frá okkur hlýtur aftur titilinn Vín mánaðarins í Gestgjafanum, í þetta skiptið The Footbolt 2004 frá d’Arenberg.

Annað snertimark!

Við förum eiginlega hjá okkur eftir alla þessa jákvæða gagnrýnu í garð okkar vína í Gestgjafanum en erum þó aðallega þakklát fyrir þessi góðu viðbrögð og hrósum þeim fyrir þann góða smekk sem ríkir í herbúðum tímaritsins :-)

The Foobolt 2004 fær eiginlega ennþá betri umfjöllun en St. Laurent því hún hittir svo vel í mark með lýsingum eins og „hvergi neitt úr hófi“, „laust við allar öfgar sem oft finnast í shiraz-vínum“, „alvöru matarvín“ og svo ekki sé minnst á hina mjög svo hógværu fullyrðingu „frábært vín“.

 

Þetta er annað vínið frá d’Arenberg sem er valið Vín mánaðarins í Gestgjafanum því áður hafði The Laughing Magpie hlotið þá viðurkenningu með fullt stig húsa, 5 glös.

Hér birtast dómarnir í heild sinnni.

 

d’Arenberg The Footbolt 2004VÍN MÁNAÐARINS 4 1/2 glas
Hér er endurkoma eins skemmtilegasta shiraz-vín frá Ástralíu sem Vínbúðirnar hafa haft í hillum sínum og fögnum við því vel. Fjölskyldufyrirtækið d’Arenberg er skemmtilegur og hugmyndaríkur en fyrst og fremst vandaður framleiðandi og sést það glöggt á vínum þeirra. Þessi fótbolta-shiraz hefur opinn, margslunginn og kraftmikinn ilm af kryddi, mentóli, lakkrís, fjólum, bláberjum, sveskjum og plómum og létta eik í bakgrunni. Í munni er það milt með ansi góða fyllingu og þægilegt tannín. Jafnvægið er flott og má hvergi finna neitt úr hófi. Dökkur ávöxtur, krydd, fjólur, lakkrís og létt eik einkenna vínið í munni og endar það á krydd- og mokkatónum. Frábært vín. Drekkið með villibráð s.s. gæs með kryddjurtum og skógarberjum.
Verð 1.979 kr.
Okkar álit: Virkilega verl gert og laust við allar öfgar sem oft finnast í shiraz-vínum. Alvöru matarvín.“ (Gestgjafinn 14. tbl.) 

 „Hubert Sandhofer St. Laurent Reserve 2006VÍN MÁNAÐARINS 4 – 4 1/2 glas
Sankt Laurent er merkileg þrúga og ekki eru allir á eitt sammála um uppruna hennar. Austurríkismenn vilja meina að þessa sé stökkbreytt pinot noir á meðan aðrir vilja meina að svo sé alls ekki. En ásamt blaufrankisch er St. Laurent foreldri zweigelt sem er vinsælasta þrúga Austurríkis. Vínið er með opinn og margslunginn ilm af rauðum berjum, léttri eik, kaffi, vanillu, sveppum og sedrusviði. Veit ekki um aðra en mér finnst þetta líkjast pinot noir grunsamlega mikið. Í munni er það ferskt og milt með lítið og gott tannín og fallega heild. Svipuð einkenni og í nefi með sama feitlega ávöxtinn ásamt kryddi og góðum skógarbotnstónum. Endar á ávextinum og eikinni. Skemmtilegt vín sem er vel skreytt. Smellpassar með önd eða góðri steik með villisveppasóu.
Verð 2.695 kr.
Okkar álit: Drekkið við u.þ.b. 16°C. Fágað vín með góða fyllingu og mikinn sjarma. Ekki langt frá því að vera gott pinot noir frá Búrgúndí. “ (Gestgjafinn 12. tbl. )

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, Gestgjafinn, sandhofer

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s