Vínþjónasamtökin veita okkur Hvatningarverðlaunin 2008

Grandalaus gekk ég inn á Hilton Hótel Nordica í gær klukkan 16.00 og hugsaði hvað það gæti verið notalegt að vera útlendingur í smá stund í þessu fína lobbíi og sötra kannski eins og einn GT, Martini eða freyðivínsglas, með allt krepputalið hinum megin við glerið.

Tilefnið var reyndar að kíkja á samkomu hjá Vínþjónasamtökum Íslands og smakka á 10 vínum sem samtökin veittu Gyllta Glasið þetta árið. Í þetta sinn kepptu einungis vín undir 2.000 kr. frá Ameríku um glasið og tókum við því ekki þátt en stefnum á að gera það í fyrsta skipti að ári.

Þetta stutta innlit átti heldur betur eftir að enda á skemmtilegan hátt þegar kom að veitingu Hvatningarverðlauna Vínþjónasamtakanna árið 2008. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru afhent, í fyrra féllu þau í skaut Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Verðlaunin eru veitt „sem viðurkenning fyrir að stuðla markvisst að vínmenningu á Íslandi, með því að leggja áherslu á vandað úrval af víntegundum á aðgengilegu verði.“

Ræðumaður hafði þessi orð að segja:

„Á tíma þennslunnar sótti hann nýja framleiðendur heim og valdi vandlega nokkra þeirra sem höfðu öðlast frægð á heimsmarkaðnum (eða ekki) en voru líka sérstakir persónuleikar sem mynduðu persónutengsl. Hann stækkaði sjóndeildarhringinn, sinn og annarra, að miklu leyti af hugsjón. Hann hélt okkur við efni og kynnti fyrir okkur vínbændum sem eiga ekki erindi í heimsvæðingu og eru lífandi tákn síns héraðs. Hann minnir okkur stöðugt á að hafa gæði að leiðarljósi en ekki gefa eftir í auðvelda sjónarmiðið “þetta er svo vinsælt”, hann minnir okkur á að gera kröfur.

Hann vinnur einn og er flokkaður sem “eins manns birgi”, en hann nær þó að halda uppi fróðlegri kröftugri heimasíðu, markvissu fréttabréfi þar sem skín hans kimnigáfa, hann slakar ekki á gæðum og lætur ekki ginnast af massaframleiðslu vínheimsins.

Hann á skilið að fá alla hvatningu sem hægt er að veita til að halda áfram á þeirri braut og það sérstaklega á erfiðum tímum því við þurfum öll að fá smá hlutdeild í hans hugsjón og jákvæðni.

Hann heitir Arnar Bjarnason og þekktur sem Arnar í Vín og Mat“.

Lestu fréttina á vef Vínþjónasamtakanna

Undirritaður leit í kringum sig til að kanna hvort það væri ekki örugglega einhver annar Arnar Bjarnason á staðnum en svo var ekki og rölti hálf vandræðalegur upp að púltinu og tók við verðlaununum Honum leið eins og fegurðardrottningnu nema að fegurðardrottning hefði haft eitthvað að segja en það hafði undirritaður alls ekki og lét sig hverfa aftur út í salinn (honum datt síðan margt sniðugt í hug á leiðinni heim).

Þetta hefði hann viljað segja:

Vín og matur er samstarfsverkefni okkar Rakelar og allra þeirra sem hafa tekið þátt í því sem við erum að gera, með því að fjalla um vínin okkar, með því að lesa Vínpóstinn okkar, með því að setja vínin okkar á vínlistinn sinn, með því að spyrja um vínin okkar í Vínbúðunum, með því að senda okkur ábendingar og hvatningu, og svo mætti lengi telja. Við þökkum ykkur öllum og ekki síst Vínþjónasamtökum Íslands fyrir svo hugulsöm orð og hvatninguna.

Takk, takk, takk.

Kiss og knús.

Auglýsingar

5 athugasemdir

Filed under fréttir, Vínþjónasamtökin

5 responses to “Vínþjónasamtökin veita okkur Hvatningarverðlaunin 2008

  1. hildigunnur

    Til hamingju :D Vel verðskuldað.

  2. Takk mín kæra.

  3. Jón Lárus

    Frábært, til hamingju með þetta! Að sjálfsögðu verðskuldað.

  4. SMM

    Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar Rakelar frá okkur Dröfn. Þessi viðurkenning er fyllilega verðskuldað og meira til. Hún hvetur til frekari dáða. Við vonum að Vín og matur eflist enn og dafni vel þrátt fyrir erfiða tíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s