Tveir nýir Búrgúndarar og tveir N-Ítalir í Vínbúðunum

Eins og ég bloggað um áður þá olli staða íslensku krónunnar því að við héldum að okkur höndum með stórfelldar pantanir fyrir þessi jól. Áttum lager af okkar vínum fyrir.

Þetta kom því helst niður á nýliðun í vínúrvalinu, við slepptum að byrja með ný vín yfir höfuð.

Vínin sem voru valin í nýja sérflokkinn í Vínbúðunum voru ekki heldur pöntuð inn, allt þar til við ákváðum í nóvember að taka frá tveimur framleiðendum alls fjögur vín. Þetta eru framleiðendurnir La Spinetta og Vincent Girardin.

Við pöntuðum bara það sem ÁTVR bað um fyrir utan að við eigum nokkra kassa af La Spinetta vínum ennþá. Vínin eru fjögur og hefur eitt þeirra fengist hér áður, Moscato Bricco Quaglia (1.980 kr.) frá La Spinetta. Hitt vínið frá La Spinetta er stórvínið Pin (6.823 kr.) sem er blanda af þrúgunum Nebbiolo (Barolo þrúgan) og Barbera. Vínin frá Vincent Girardin eru að sjálfsögðu frá Búrgúnd, rautt Pommard Vielles Vignes (5.590 kr.) og hvítt Meursault Charrons (6.190 kr.). Girardin vínin eru bæði gæðavín, rauðvínið mun fá dreifingu um allt land nánast því.

Vínin fóru í Vínbúðirnar í síðustu viku.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s