Gleðilega hátíð!

Það hefur ýmislegt gengið á á árinu sem er að líða. Ýmislegt sem stóð til að bjóða uppá með haustinu datt upp fyrir en sem betur fer vorum við ágætlega birg af okkar góðkunningjum áður en gengið féll svo hækkanir okkar vína vegna þessa hafa verið í algjöru lágmarki. Þá bættist við hækkun áfengisgjalds ofan á það sem leiddi til almennrar hækkunar okkar vína um 100 kr. eða svo út úr Vínbúðunum.

Hvatningarverðlaun Vínþjónasambandsins sem okkur voru veitt voru sérstaklega ánægjuleg og efla í okkur kraft til að halda áfram og gera betur.

Sömuleiðis er ánægjulegt hvað áskrifendum Vínpóstins hefur fjölgað mikið á árinu og vonandi verða þeir orðnir 900 í sumar svo við getum staðið við loforðið og haldið grillpartý.

Framundan á nýju ári eru nýjar áskoranir. Hvað það verður er ekki víst en við munum svo sannarlega halda inn í árið 2009 full af bjartsýni. Væntanlega setjum við enn meiri kraft en áður í að finna góð vín á góðu verði.

Okkar bakland ert þú sem ert áskrifandi að Vínpóstinum, lest bloggið, sem kaupir vínin okkar og mælir með þeim við vini og kunningja.

Við þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem var að líða og óskum þér og þinni fjölskyldu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under jól

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s