Búin að uppfæra verðin á vefsíðunni, eina ferðina enn!

Oftast hefur okkur gengið vel að halda vefsíðunni vel uppfærðri. Hvað varðar upplýsingar um vínin sjálf þurfti lítið að gera því verð höfðu ekki verið að breytast svo mikið, helst voru upplýsingar um nýja árganga sem þurfti að uppfæra.

Í ruglinu sem hefur gengið á síðustu mánuði hafa verðin hins vegar breyst hraðar en síðust 5 ár samanlagt og uppfærslan því setið á hakanum.

Nú er undirritaður búinn að bretta upp ermar og setja réttar upplýsingar (þar til annað kemur í ljós) um hvað vínin kosta og hvaða árgangur eru fáanlegir.

Náttúrulega eru ýmis vín og framleiðendur á vefsíðunni sem eru hér um bil óvirkir því við höfum ekki flutt inn frá þeim í nokkurn tíma og eigum jafnvel ekkert til. Við höfum samt látið þá halda sér inni á vefsíðunni áfram í flestum tilfellum því ekki er loku skotið fyrir að margir þeirra muni snúa aftur til landsins. Tveir spánskir framleiðendur voru samt fjarlægðir og nokkur vín voru tekin út sömuleiðis til að snyrta aðeins til.

Hér má sjá alla framleiðendur og vínin frá þeim

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s