Vín og matur: vín með svínakjöti

Á meðan við eldum lambakjötið okkar alltaf mjög einfalt er svínakjöt líklegra til þess að fá einhvers konar meðferð, maríneringar, barbeque sósur og svo framvegis. Ekki síst þegar við skellum því síðan á grillið sem við gerum gjarnan.

Vínið sem hentar best með er The Footbolt frá d’Arenberg í Ástralíu. Það er all kröftugt og lifandi og getur vel tekið á bragðmiklum, jafnvel súrsætum, kjötréttum – eins og við eldum gjarnan svínakjötið. Karakter vínsins, sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þolir líka fjölbreytta flóru af alls kyns meðlæti svo sem grilluðum paprikum, fylltum sveppum og þess háttar.

Það fer aðeins eftir stemningunni en við drekkum líka oft hvítvín með svínakjöti t.d. sérstaklega á sumrin. Eitthvað svolítið feitt í munni en þétt og sýruríkt til að eiga roð við svínakjötinu. Það góða við að velja hvítvín, ágætlega kælt, er að það léttir máltíðina og gerir hana alla ferskari og hressilegri. Hvítvínið Grecante frá Arnaldo Caprai er upplagt í það hlutverk.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, d'arenberg, matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s