Uppskrift: Heimalagaðir hamborgarar

Það má endalaust leika sér að hamborgaragerð.

Aðalatriðið er að kaupa gott nautahakk og fara síðan bara inn í ísskápinn og finna eitthvað skemmtilegt til að setja í hakkið áður en maður hnoðar borgarana.

Þessi tilraunmennska heppnast kannski misvel en í gærkvöld tókst það svo vel að jafnvel frúin sagði þetta vera bestu hamborgara sem hún hefði smakkað!

Það skal tekið fram að hún er ekki eins mikil borgaramanneskja og bloggarinn sem þetta skrifar svo þetta var mikið hól.

Keypt var ungnautahakk í Nóatúni. Úr ísskápnum greip bloggarinn einn ferskan chilipipar, ferskt rósmarín og nokkra sólþurrkaða tómata (í olíulegi) sem hann saxaði mjög smátt og setti út í kjöthakkið. Út í það fór síðan eitt egg í heilu lagi og eitthvað af salti og pipar og allt hnoðað vel saman að lokum með berum höndum.

Tilbúið.

Þá var þessu skipt niður í nokkra borgara og þeir flattir út og steikir á pönnu með osti.

Sósan:

Í sósuna var sömuleiðis gripið eitthvað sem var bara til þar fyrir svo sem majónes, sýrður rjómi, tómatsósa og dijon sinnep og út í það var hrærð matskeið af „Thai sweet chili pineapple“ sósu.

Ferskt kál fór síðan í brauðið og hrár laukur auk heimatilbúnu sósunnar.

Með þessu var drukkinn svolítill bjór en frúin bað um betri bíl og pantaði Lambrusco frá Lini.

4 athugasemdir

Filed under lini, matur, uppskrift

4 responses to “Uppskrift: Heimalagaðir hamborgarar

  1. Þetta er gaman að sjá. Ég hefði að óreyndu haldið að eitthvað bragðsterkara en Lambrusco færi betur með borgara? Þetta Lini Lambruscon hlýtur að vera mikið töframeðal.

  2. Lini Lambrusco er ansi líflegt og kröftugt vín í sjálfu sér þótt það sé freyðandi. Það er líka þurrt en ekki sætt svo það virkar undravel með mat.

  3. Nanna Reykdal

    Borgarinn hljómar svakalega vel!
    Við erum hrifin af heimalöguðum borgurum af grillinu á Adams Avenue og það besta sem við setjum á þá núorðið er wasabi majónes: Væn skeið af alvöru majónesi og góð klípa af wasabi hrært saman og smurt yfir borgarann. Nokkrir dropar af sojasósu gefa gott bragð, ásamt fallegum sneiðum af avocado og tómötum. Má bjóða ykkur í heimsókn í sumar? :)

  4. Takk fyrir boðið, komum ef við finnum gott tilboð til Boston (4 fyrir einn t.d.) – geturðu ekki sent nokkra borgara með UPS?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s