Uppskrift: Tómata-, mozzarella- og basilíkusalat

Hér er enn ein uppskriftin þar sem ,,hinni heilögu þrenningu”, tómötum, basilíku og mozzarella osti, er stefnt saman í fullkomna heild. Við höfum áður birt á blogginu basilíku- og tómatapastað okkar einfalda og góða sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur í áratugi og er reglulega á borðum okkar.

Hér er ,,hin heilaga þrenning” í öðrum, klassískum búningi sem gengur sem forréttur eða meðlæti með ýmsum mat. Galdurinn við gæðin í þessum einföldu, klassísku uppskriftum, er að velja hráefnið rétt og meðhöndla það rétt.

Salat:

Tómatar, rauðir og þroskaðir, skornir í sneiðar (athugið að tómata skal ekki geyma í ísskáp því þeir eru viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og missa bragð og ilm. Við veljum ætíð vel rauða, millistinna tómata (íslenska að sjálfsögðu) og geymum þá svo á eldhúsborðinu á fallegum diski (ekki er gott að stafla þeim um of í skál því þrýstingurinn getur marið þá tómata sem eru neðstir) þannig halda þeir áfram að þroskast á borðinu og verða dásamlega ljúffengir). (Athugið að hið sama gildir um papriku, sem eyðileggst fyrr í ísskápnum en á borðinu – okkur þykir þetta hið besta mál því að ekkert er girnilegra en eldhús hlaðið af fallegum, litríkum matvælum úr nægtarbrunni náttúrunnar).

Basillika (eitt gott, dökkgrænt búnt, rifið eða skorið niður (hef það eftir heilsufrömuði að best sé að rífa allt blaðsalat niður í stað þess að skera, því þá rifnar það ,,rétt” í samræmi við sína mólekúlbyggingu (sel það ekki dýrara en ég keypti))

Mozzarella sneiddur (Mjólka er farin að selja góðan mozzarella í krukku)

Góð ólífuolía (ætíð kaldpressuð jómfrúarolía)

Gott balsamic edik

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Örlítið af þurrkuðum, rauðum chili pipar

Tómötum og mozzarella er raðað á hringlaga disk, fyrst tómatasneið, svo mozzarrella sneið og svo koll af kolli í snúð þar til miðjunni er náð. Basilliku er dreift yfir. Nokkru af góðri ólífuolíu er skvett yfir. Svolitlu (ekki of) af góðu balsamic ediki er kastað yfir, því næst er sjávarsalt mulið yfir og einnig svartur pipar úr kvörn. Okkur þykir gott að dreifa dálitlu af þurrkuðum chili pipar yfir í lokin (gefur salatinu  svolítið auka ,,úmpf”).

Bragðið af Ítalíu leynir sér ekki í þessu salati ef hráefnið er rétt valið og meðhöndlað.

Buon appetito.

Þar sem tómatar ráða ríkjum er best að velja gott, sýruríkt hvítvín eins og Anima Umbra frá Arnaldo Caprai.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s