Nýr framleiðandi: Chateau de Montfaucon

Á mánudaginn koma til landsins ný vín frá Rónarhéraði Frakklands. Þetta verða fyrstu vínin sem við flytjum inn af svokölluðu Côtes du Rhône kyni. 

Framleiðandinn er Chateau de Montfaucon og komumst við í kynni við hann fyrir um tveimur árum síðan. Þá fengum við send sýnishorn sem við smökkuðum í góðum hópi við mikla ánægju (lestu fréttina um smakkið), síðan heimsóttum við hann í haust og þá var ekki aftur snúið.

Metnaður og ástríða framleiðandans heillaði okkur upp úr skónum en það er Rodolphe de Pins sem sér um framleiðsluna fyrir fjölskylduna.

Vínin hefja sölu 1. apríl og eru tvö, rauðvín Côtes du Rhône og hvítvínið Comtesse Madeleine.

Við vorum að enda við að uppfæra upplýsingar um framleiðandann og vínin á www.vinogmatur.is

Með í sendingu eru tvö önnur vín frá sama héraði en munu ekki hefja sölu fyrr en 1. júní úr þessu. Það eru hin stórskemmtilegu „Little James“ vín, rautt og hvítt, frá einum rómaðast framleiðanda Gigandas svæðis Rónarhéraðsins, Saint Cosme, sem er ekki síður dýnamísk víngerð. Einstaklega skemmtileg vín með skondin miða, vægast sagt.

1. apríl hefur líka sölu nýtt vín frá Castello di Querceto, Chianti 2007.

Án gríns.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s