Vínglös fyrir taflmenn — flúxus gjörningur á Kjarvalsstöðum

Á laugardaginn var fluttur flúxus gjörningur á Kjarvalsstöðum þar sem notuð voru vínglös í stað hefðbundinna skákmanna.

Það var hin áttræða Takako Saito sem gaf Listasafni Reykjavíkur þennan gjörning og við splæstum svo víni í glösin. Keppendur fengu mismunandi vín eftir leikmanni (eitt fyrir peð, annað fyrir riddara osfrv.) og þurfti að nota nefið til að þefa uppi leikmann sem þeir voru annars hugsanlega búnir að gleyma hver var (enda öll glösin meira eða minna eins á litin). Til að gera þetta erfiðara létum við þátttakendur ekki vita hvaða vín var í hverju glasi fyrirfram heldur smökkuðu þeir blint.

Meira um viðburðinn hér

Teflt var með glösum á tveimur borðum þar sem fjórir landsþekktir „þefarar“ munduðu glösin.

Á tveimur borðum til viðbótar var keppt með sams konar hætti þar sem snittur voru notaðar fyrir leikmenn og þótt sumir þurftu að tapa er ljóst að allir fóru saddir frá borði sem vildu.

Okkur fannst keppendur heldur sparsamir á víndrykkjuna en það hefði verið góð viðbótarregla að láta þá tæma úr hverjum leikmanni sem þeir misstu í hendur andstæðingins. Þá hefða skákin verið enn forvitnilegri og spennandi.

Bloggarinn hefur hugsað sér að fara aftur að tefla meira, hugsanlega stofna taflfélag þar sem eingöngu verður teflt með vínglösum.

VGTR — „Vínglasataflfélag Reykjavíkur“.

Kíktu á fleiri myndar á flickr

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s